Þeir sem sæmdir voru orðunni í dag voru:
- Anna Agnarsdóttir prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til sagnfræðirannsókna
- Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála
- Bára Magnúsdóttir skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag á sviði danslistar og líkamsræktar
- Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu þolenda kynferðisofbeldis
- Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
- Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og fyrrverandi tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til kornræktar og íslensks landbúnaðar
- Róbert Guðfinnsson forstjóri, Siglufirði, riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar
- Sigrún Stefánsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi fréttamaður, Akureyri, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fjölmiðla og fræðasamfélags
- Sigurbjörg Björgvinsdóttir fyrrverandi yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra
- Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar íþróttahreyfingar
- Sigurjón Björnsson fyrrverandi prófessor og þýðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til sálarfræði og fornfræða
- Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
- Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi erfðarannsókna og vísinda
- Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar