Nýr VW Polo ámóta stór og fjórða kynslóð Golf Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 10:10 Sjötta kynslóð Volkswagen Polo bílsins. Það er alkunn staðreynd að bílar stækka á milli kynslóða og það sannast í tilfelli sjöttu kynslóðar Volkswagen Polo bílsins sem orðinn er næstum jafn stór og fjórða kynslóð Volkswagen Golf bílsins. Lengd bílsins hefur vaxið frá 3.972 mm í 4.052 mm en fjórða kynslóð Golf var 4.149 mm. Nýr Polo er breiðari en fjórða kynslóð Golf, eða 1.751 mm en Golfinn var 1.735 mm. Hefur Polo því breikkað um heila 7 sentimetra. Hæð bílsins er einnig meiri, eða 1.446 mm samanborið við 1.436 mm Golf bílsins. Skottrými nýs Polo hefur vaxið um 25% á milli kynslóða og er nú orðið 351 lítri. Polo er byggður á MQB undivagni Volkswagen Group og við það sparast mikið í smíði bílsins og gerir það að auki að verkum að hægt er að koma ýmsum tæknibúnaði í bílinn sem ekki er vaninn að sjá í svo smáum bílum. Bíllinn er nú kominn með skriðstillingu (Cruise control), sjálfvirka hemlun, LED aðalljós og blindpunktsaðvörun. Í bílnum er nú 8 tommu aðgerðarskjár og hann er nú með lyklalausu aðgengi og ræsingu. Fá má bílinn með 65 til 150 hestafla bensínvélum og 80 til 95 hestafla dísilvélum. Aldrei þessu vant verður GTI útfærsla bílsins í boði frá kynningu þessarar nýju kynsóðar Polo, en þar fer 200 hestafla tryllitæki með 2,0 lítra bensínvél. Að innan er nýr Polo miklu flottari og kaupendur geta valið á milli 13 lita í innréttingu, 14 lita að utan, 12 gerðir af felgum og 11 litagerða af sætum. Hægt verður að fá 300 watta hljóðkerfi í bílinn. Ódýrasta gerð Polo verður á 12.975 evrur í Þýskalandi, eða 1.470.000 kr og salan á bílnum hefst í janúar á næsta ári og væntanlega örlitlu seinna hér á landi. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Það er alkunn staðreynd að bílar stækka á milli kynslóða og það sannast í tilfelli sjöttu kynslóðar Volkswagen Polo bílsins sem orðinn er næstum jafn stór og fjórða kynslóð Volkswagen Golf bílsins. Lengd bílsins hefur vaxið frá 3.972 mm í 4.052 mm en fjórða kynslóð Golf var 4.149 mm. Nýr Polo er breiðari en fjórða kynslóð Golf, eða 1.751 mm en Golfinn var 1.735 mm. Hefur Polo því breikkað um heila 7 sentimetra. Hæð bílsins er einnig meiri, eða 1.446 mm samanborið við 1.436 mm Golf bílsins. Skottrými nýs Polo hefur vaxið um 25% á milli kynslóða og er nú orðið 351 lítri. Polo er byggður á MQB undivagni Volkswagen Group og við það sparast mikið í smíði bílsins og gerir það að auki að verkum að hægt er að koma ýmsum tæknibúnaði í bílinn sem ekki er vaninn að sjá í svo smáum bílum. Bíllinn er nú kominn með skriðstillingu (Cruise control), sjálfvirka hemlun, LED aðalljós og blindpunktsaðvörun. Í bílnum er nú 8 tommu aðgerðarskjár og hann er nú með lyklalausu aðgengi og ræsingu. Fá má bílinn með 65 til 150 hestafla bensínvélum og 80 til 95 hestafla dísilvélum. Aldrei þessu vant verður GTI útfærsla bílsins í boði frá kynningu þessarar nýju kynsóðar Polo, en þar fer 200 hestafla tryllitæki með 2,0 lítra bensínvél. Að innan er nýr Polo miklu flottari og kaupendur geta valið á milli 13 lita í innréttingu, 14 lita að utan, 12 gerðir af felgum og 11 litagerða af sætum. Hægt verður að fá 300 watta hljóðkerfi í bílinn. Ódýrasta gerð Polo verður á 12.975 evrur í Þýskalandi, eða 1.470.000 kr og salan á bílnum hefst í janúar á næsta ári og væntanlega örlitlu seinna hér á landi.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent David Lynch er látinn Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent