Átta trend sem eru ómissandi á útihátíðum Ritstjórn skrifar 13. júní 2017 23:30 Secret Solstice hefst á fimmtudaginn þar sem reiknað er með allt að tuttugu þúsund gestum. Glamour/Getty Sumarið er tími útihátíða og nú þegar Secret Solstice tónlistarhátíðin er að hefjast er vel við hæfi að taka saman nokkrar ómissandi flíkur sem passa vel fyrir slík hátíðahöld. Það er nefnilega viss stíll sem fylgir útihátíðum. Þægilegur skóbúnaður en lykilatriði og að klæða sig frekar í meira en minna. Það er ekkert skemmtilegt að vera of kalt, frekar að klæða sig úr. Svo að láta fylgihlutina tala, hattar, skemmtilegar hárgreiðslur og leikið sem með förðun er eitthvað sem smellpassar á tónlistarhátíðir sem snúast stundum um að fara út fyrir þægindarammann. Hér eru 9 ómissandi útihátíðatrend að mati Glamour: 1. TóbaksklútarFylgihlutur sumarsins. Klútur sem setur punktinn yfir i-ið og setur skemmtilegan svip á einfaldan stuttermabol eða peysu. Svo er þetta líka sniðugt þegar sólin lætur sig hverfa til að halda á sig hita. 2. KögurjakkiKögur. Á jökkum, tösku og skóm fer aldrei úr tísku. Það er eitthvað einstaklega skemmtilega hippalegt við kögur sem gerir flíkur með þannig smáatriðum ómissandi fyrir útihátíðir. Það er er líka skemmtilegt að dilla sér við ljúfa tóna í flíkum með kögri. 3. Gul glerauguSólgleraugu eru ómissandi og í ár eiga þau að vera í lit. Gul eru sérstaklega heit þessa stundina og gætu því átt vel við á útihátíðum ársins. 4. FlétturFastar fléttur eru ekki bara ein þægilegasta hárgreiðslan þá er hún fullkomin þegar um langa útiveru í allskyns veðrum og vindum er að ræða. Í götutískunni á útihátíðum á þessu ári hefur mikið borið á því að gestir séu að spreyja á sér hárið í ýmsum litum ... grænt, blátt og bleikt. Eitthvað til að hafa í huga. 5. StrigaskórGlamour/GettyÞegar veðrið er gott eru strigaskór málið, og helst einhverjir sem mega verða skítugir og auðveldalega er hægt að henda í þvottavélina. Eins og þessir frá Converse... 6. Litrík förðunEf það er eitthvað sem tónlistarhátíðir eiga sameiginlegt þá er það að gestir hoppa oft út fyrir þægindarammann, eins og þegar kemur að snyrtivörum. Steinar og mikil litadýrð eins og má sjá á þessari mynd er eitt dæmi. Meira er meira? 7. StígvélJá, það getur verið rigning og já þá er best að vera undirbúin. Eitt par af stígvélum, skóbúnaður sem þolir er eitthvað sem flestir verða að eiga og draga fram á þessum árstíma þegar útiveran er sem mest. Það er líka hægt að klæða þau upp með því að vera í kjólnum eða stuttbuxunum við? 8. RegnjakkiMaður veit aldrei og best að vera með einn regnjakka við höndina. Þó að spáin líti vel út sakar ekki að pakka einum í bakpokann - núna er úrvalið líka ekkert smá mikið af mjög fallegum regnjökkum í búðunum! Secret Solstice Mest lesið Bambi á forsíðu Glamour Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour
Sumarið er tími útihátíða og nú þegar Secret Solstice tónlistarhátíðin er að hefjast er vel við hæfi að taka saman nokkrar ómissandi flíkur sem passa vel fyrir slík hátíðahöld. Það er nefnilega viss stíll sem fylgir útihátíðum. Þægilegur skóbúnaður en lykilatriði og að klæða sig frekar í meira en minna. Það er ekkert skemmtilegt að vera of kalt, frekar að klæða sig úr. Svo að láta fylgihlutina tala, hattar, skemmtilegar hárgreiðslur og leikið sem með förðun er eitthvað sem smellpassar á tónlistarhátíðir sem snúast stundum um að fara út fyrir þægindarammann. Hér eru 9 ómissandi útihátíðatrend að mati Glamour: 1. TóbaksklútarFylgihlutur sumarsins. Klútur sem setur punktinn yfir i-ið og setur skemmtilegan svip á einfaldan stuttermabol eða peysu. Svo er þetta líka sniðugt þegar sólin lætur sig hverfa til að halda á sig hita. 2. KögurjakkiKögur. Á jökkum, tösku og skóm fer aldrei úr tísku. Það er eitthvað einstaklega skemmtilega hippalegt við kögur sem gerir flíkur með þannig smáatriðum ómissandi fyrir útihátíðir. Það er er líka skemmtilegt að dilla sér við ljúfa tóna í flíkum með kögri. 3. Gul glerauguSólgleraugu eru ómissandi og í ár eiga þau að vera í lit. Gul eru sérstaklega heit þessa stundina og gætu því átt vel við á útihátíðum ársins. 4. FlétturFastar fléttur eru ekki bara ein þægilegasta hárgreiðslan þá er hún fullkomin þegar um langa útiveru í allskyns veðrum og vindum er að ræða. Í götutískunni á útihátíðum á þessu ári hefur mikið borið á því að gestir séu að spreyja á sér hárið í ýmsum litum ... grænt, blátt og bleikt. Eitthvað til að hafa í huga. 5. StrigaskórGlamour/GettyÞegar veðrið er gott eru strigaskór málið, og helst einhverjir sem mega verða skítugir og auðveldalega er hægt að henda í þvottavélina. Eins og þessir frá Converse... 6. Litrík förðunEf það er eitthvað sem tónlistarhátíðir eiga sameiginlegt þá er það að gestir hoppa oft út fyrir þægindarammann, eins og þegar kemur að snyrtivörum. Steinar og mikil litadýrð eins og má sjá á þessari mynd er eitt dæmi. Meira er meira? 7. StígvélJá, það getur verið rigning og já þá er best að vera undirbúin. Eitt par af stígvélum, skóbúnaður sem þolir er eitthvað sem flestir verða að eiga og draga fram á þessum árstíma þegar útiveran er sem mest. Það er líka hægt að klæða þau upp með því að vera í kjólnum eða stuttbuxunum við? 8. RegnjakkiMaður veit aldrei og best að vera með einn regnjakka við höndina. Þó að spáin líti vel út sakar ekki að pakka einum í bakpokann - núna er úrvalið líka ekkert smá mikið af mjög fallegum regnjökkum í búðunum!
Secret Solstice Mest lesið Bambi á forsíðu Glamour Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Hjólabuxur og leðurfrakki Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Gwyneth Paltrow prýðir forsíðu InStyle Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour ,,Gianni, þetta er fyrir þig" Glamour