Ögrandi skilaboð skrifuð í mosa við Nesjavelli Margrét Helga Erlingsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 11:17 Mynd Gunnars sýnir skemmdarverkin á mosanum. Gunnar Arngrímur Birgisson „Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við „send nudes“ og „life“ svo einhver séu nefnd. Gunnar starfar innan ferðaþjónustugeirans en vegna vinnu sinnar keyrir hann reglulega framhjá þessari hlíð. Hann segir að skemmdarverkin séu ekki nýtilkomin því hann hafi tekið eftir þeim um nokkra hríð. „Þetta er búið að vera á nokkrum stöðum og ég hef tekið eftir því að það er alltaf að bætast þarna í og í fyrra bættist við þarna „life“ og svo núna um daginn hefur einhver skrifað „send nudes“,“ segir Gunnar sem lýsir því hvernig hann hafi lengi viljað gera eitthvað til þess að sporna gegn þessari meinlegu þróun. Sérfræðingar í spjallþræði búa yfir mögulegum lausnum Gunnar tók því til sinna ráða og birti mynd af hlíðinni í Fésbókarhópnum Bakland ferðaþjónustunnar en hópnum er ætlað að „opna augu almennings og ríkisvaldsins fyrir mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku samfélagi,“ eins og segir í lýsingu á hópnum. Þá vilja hópmeðlimir fjalla um stóru myndina, landkynningarmál og það sem lýtur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Við mynd Gunnars spannst lífleg umræða en greina mátti á henni að fjölmargir vilja leggja hönd á plóg við að vernda náttúruna. Spurður að því hvort hægt sé að lagfæra skemmdarverkin í ljósi þess að mosi vex svo hægt segist Gunnar ekki vera þess fullviss. Hann bendir þó á að nokkrir einstaklingar, sem reynslu hafa í þessum málum, segjast á spjallþræði við myndina kunna kúnstir til úrbóta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
„Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar,“ segir Gunnar Arngrímur Birgisson sem vakti athygli á skemmdarverkum sem óprúttnir aðilar hafa unnið á mosa í hlíð við Nesjavelli. Í hlíðinni má greina skilaboð sem greypt hafa verið í mosann á borð við „send nudes“ og „life“ svo einhver séu nefnd. Gunnar starfar innan ferðaþjónustugeirans en vegna vinnu sinnar keyrir hann reglulega framhjá þessari hlíð. Hann segir að skemmdarverkin séu ekki nýtilkomin því hann hafi tekið eftir þeim um nokkra hríð. „Þetta er búið að vera á nokkrum stöðum og ég hef tekið eftir því að það er alltaf að bætast þarna í og í fyrra bættist við þarna „life“ og svo núna um daginn hefur einhver skrifað „send nudes“,“ segir Gunnar sem lýsir því hvernig hann hafi lengi viljað gera eitthvað til þess að sporna gegn þessari meinlegu þróun. Sérfræðingar í spjallþræði búa yfir mögulegum lausnum Gunnar tók því til sinna ráða og birti mynd af hlíðinni í Fésbókarhópnum Bakland ferðaþjónustunnar en hópnum er ætlað að „opna augu almennings og ríkisvaldsins fyrir mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku samfélagi,“ eins og segir í lýsingu á hópnum. Þá vilja hópmeðlimir fjalla um stóru myndina, landkynningarmál og það sem lýtur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Við mynd Gunnars spannst lífleg umræða en greina mátti á henni að fjölmargir vilja leggja hönd á plóg við að vernda náttúruna. Spurður að því hvort hægt sé að lagfæra skemmdarverkin í ljósi þess að mosi vex svo hægt segist Gunnar ekki vera þess fullviss. Hann bendir þó á að nokkrir einstaklingar, sem reynslu hafa í þessum málum, segjast á spjallþræði við myndina kunna kúnstir til úrbóta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira