Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 10:44 David Duckenfield sagði undirmönnum sýnum að opna hlið stúku sem var þegar full af stuðningsmönnum Liverpool. Hátt í hundrað manns létust í troðningnum sem fylgdi. Vísir/AFP Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999. Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999.
Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira