Klúður á Alþingi lamar endurupptökunefnd Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2017 06:00 Björn L. Bergsson formaður endurupptökunefndar. vísir/gva Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira