Milljóna eingreiðslur vegna úrskurða kjararáðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:42 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, eru á meðal þeirra embættismanna sem fá afturvirkar launahækkanir samkvæmt úrskurðum kjararáðs. vísir Ríkið þarf að greiða háttsettum embættismönnum og forstjórum ríkisstofnana milljóna eingreiðslur vegna nýjustu úrskurða kjararáðs en þeir snúa meðal annars að ríkisendurskoðanda, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, forsetaritara, hagstofustjóra og framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar. BSRB, sem löngum hefur gagnrýnt úrskurði kjararáðs, hefur reiknað út hversu háár eingreiðslurnar eru en launahækkanir kjararáðs eru afturvirkar og það mislangt aftur í tímann. Þannig sýna útreikningar bandalagsins að Sveinn Arason, ríkiendurskoðandi, fær rúmlega 4,7 milljóna eingreiðslu vegna launahækkunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, á von um fjögurra milljóna króna eingreiðslu og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, fær tæplega 1,8 milljóna króna eingreiðslu. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, fær svo 1,2 milljóna króna endurgreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Þorgerður Þráinsdóttir, fær eingreiðslu upp á 2,5 milljónir króna. Á meðal þeirrar gagnrýni sem BSRB ítrekar nú er ógagnsæi í ákvörðunum kjararáðs en í frétt á vef bandalagsins segir meðal annars: „Þá er rétt að ítreka gagnrýni á hversu ógagnsætt kjararáð er í ákvörðunum sínum. Þar er þess vandlega gætt að tiltaka ekki hver laun þeirra sem ákvarðanirnar ná til voru áður en ákvörðunin tók gildi. Það er því oft erfitt eða ómögulegt að sjá hversu miklar hækkanirnar eru í raun. Þessum feluleik þarf að linna og það er Alþingis að sjá til þess að almenningur hafi þær upplýsingar sem þarf. Þessi feluleikur er með öllu óþolandi.“ Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ríkið þarf að greiða háttsettum embættismönnum og forstjórum ríkisstofnana milljóna eingreiðslur vegna nýjustu úrskurða kjararáðs en þeir snúa meðal annars að ríkisendurskoðanda, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, forsetaritara, hagstofustjóra og framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar. BSRB, sem löngum hefur gagnrýnt úrskurði kjararáðs, hefur reiknað út hversu háár eingreiðslurnar eru en launahækkanir kjararáðs eru afturvirkar og það mislangt aftur í tímann. Þannig sýna útreikningar bandalagsins að Sveinn Arason, ríkiendurskoðandi, fær rúmlega 4,7 milljóna eingreiðslu vegna launahækkunarinnar, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, á von um fjögurra milljóna króna eingreiðslu og Örnólfur Thorsson, forsetaritari, fær tæplega 1,8 milljóna króna eingreiðslu. Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri, fær svo 1,2 milljóna króna endurgreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Þorgerður Þráinsdóttir, fær eingreiðslu upp á 2,5 milljónir króna. Á meðal þeirrar gagnrýni sem BSRB ítrekar nú er ógagnsæi í ákvörðunum kjararáðs en í frétt á vef bandalagsins segir meðal annars: „Þá er rétt að ítreka gagnrýni á hversu ógagnsætt kjararáð er í ákvörðunum sínum. Þar er þess vandlega gætt að tiltaka ekki hver laun þeirra sem ákvarðanirnar ná til voru áður en ákvörðunin tók gildi. Það er því oft erfitt eða ómögulegt að sjá hversu miklar hækkanirnar eru í raun. Þessum feluleik þarf að linna og það er Alþingis að sjá til þess að almenningur hafi þær upplýsingar sem þarf. Þessi feluleikur er með öllu óþolandi.“
Kjararáð Tengdar fréttir Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Kjararáð hækkar kjör sendiherra og átta embættismanna afturvirkt Varaforseti Hæstaréttar hækkar um einn launaflokk og verður nú einum flokki lægri en forseti réttarins. 23. júní 2017 23:00