,,Þetta hefur verið algjör tilfinningarússibani fyrir mig, og mig langaði að geta deilt því með áhorfendum," sagði Iris eftir sýninguna. Það hefur heldur betur gengið hjá henni, því sýningin þótti drungaleg, sérstök en falleg.
Fólkið í vatnstönkunum er síðan danska hljómsveitin Between Music, og er þetta partur af tónlistarverkefni þeirra sem heitir Aquasonic.
Iris er gjarnan þekkt fyrir að vera einu skrefi á undan þegar kemur að því að sameina tísku og vísindi, og í gær sannaði hún það vel.







