Vildum kaupa það sem börnin hefðu gaman af Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2017 09:15 Fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar við afhendingu gjafanna á skrifstofu SKB í Hlíðasmára, Katrín Halldórsdóttir, Kristín Ísold Jóhannesdóttir, Andrea Þórey Sigurðardóttir og Snorri Páll Þórðarson. Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“ Borðspil Kópavogur Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Sjá meira
Unglingar í félagsmiðstöðinni Pegasus í Álfhólsskóla héldu bingó á dögunum og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) leikjatölvur og spil. „Við vildum kaupa eitthvað sem börnin hefðu gaman af,“ segir Snorri Páll Þórðarson, forstöðumaður Pegasus, og lýsir verkefninu. „Við ákváðum fyrst hvaða málefni við vildum styrkja. Ein stúlka í hópnum hafði misst systur sína úr krabbameini og kynnst SKB af eigin raun og það var einróma samþykkt að styrkja þau samtök. Við vildum ekki gefa pening svo við höfðum samband við félagið og fréttum þar að það vantaði leikjatölvur í hvíldaríbúðirnar sem foreldrar utan af landi dvelja í þegar börn þeirra eru í meðferð. Oft eru systkini með og börnin sem liggja inni koma þangað í heimsókn.“ Snorri segir unglingana hafa safnað alveg fáránlega flottum vinningum. „Krakkarnir notuðu sín tengsl. Vinningarnir voru að andvirði þrjú til fjögur hundruð þúsunda. Það eina sem við eyddum pening í var kakó, við fengum meira að segja vöffludeigið frítt.“ Aðsóknin að bingókvöldinu var ágæt, hefði þó mátt vera betri, að sögn Snorra Páls. „En af því að Landsbankinn tvöfaldaði upphæðina sem við fengum inn fyrir bingóið náðum við um 320 þúsundum þetta kvöld og gátum keypt Play Station leikjatölvur, þrjá leiki, auka fjarstýringar og svo þrjú borðspil á hvert heimili. Krakkar vilja spila það sem er nýtt. Ég veit hvernig það er í félagsmiðstöðvum og ef börn eru í krabbameinsrannsóknum og meðferðum þá eiga þau það fyllilega skilið,“ segir hann og telur verkefnið hafa verið bæði skemmtilegt og þroskandi fyrir hópinn sem að því stóð. „Það er ekkert sjálfgefið að vera heilbrigður og viðfangsefnið vakti okkur til umhugsunar um það. Svo skiptir máli að hjálpa svona samtökum því yfirleitt er bágborin staða hjá þeim.“
Borðspil Kópavogur Mest lesið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Sjá meira