Bandaríski leikarinn Martin Landau er fallinn frá. Hann lést 89 ára að aldri. Landau er þekktur fyrir að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum Mission: Impossible á sjöunda áratugnum.
Landau fæddist í Brooklyn í júnímánuði 1928. Hann hóf að vinna fyrir sér sem teiknimyndasöguhöfundur hjá New York Daily News áður en leiklistarferill hans tók af stað.
Fyrsta bitastæða hlutverkið sem Landau hreppti var í myndinni North by Northwest sem Alfred Hitchcock leikstýrði.
Ferill leikarans spannaði áratugi og hlaut hann Óskarsverðlaunin árið 1994 fyrir leik sinn í myndinni Ed Wood sem Tim Burton leikstýrði. Þá hefur hann einnig hlotið fjölda tilnefninga fyrir frammistöðu sína á ferlinum.

