Ljósið er óendanlega mikilvægt Ljósið kynnir 28. júlí 2017 16:00 Jenný Sigfúsdóttir og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir leggja sitt af mörkum til Ljóssins í Reykjavíkurmaraþoninu en þær eru báðar í krabbameinsmeðferð og sækja fjölbreyttan stuðning og endurhæfingu í Ljósið. Jenný og Sólveig Kolbrún hafa báðar nýtt sér þjónustu endurhæfingarmiðstöðvarinnar Ljóssins í baráttu sinni við brjóstakrabbamein. Þær leggja sín lóð á vogarskálarnar í Reykjavíkurmaraþoninu, Jenný fer tíu kílómetrana sjálf en eiginmaður Sólveigar og bróðir ætla að hlaupa í hennar nafni. Jenný Sigfúsdóttir er í miðri lyfjameðferð gegn brjóstakrabbameini en lætur það ekki hindra sig í að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Ljósið. "Ég fór í Ljósið til að hreyfa mig því ég vildi vera í formi til að takast á við meðferðina. Þar kynntist ég nokkrum góðum konum og meðal annars einni sem var að greinast með brjóstakrabbamein í annað sinn og hún var að hvetja okkur til að hlaupa því hún hafði séð hvað maraþonpeningarnir skiptu miklu máli. Ég er ein af þeim sem geta ekki hlaupið af því ég er að drepast í hnjánum. En hún talaði svo mikið um hvað hlaupastyrkurinn skipti Ljósið miklu máli að ég ákvað bara að slá til að skrá mig með benni. Ég geng þessa tíu kílómetra á mínum hraða og kemst örugglega einhverntíma í mark, býst við að fólk bíði bara eftir mér. Ljósið er staður þar sem maður getur fengið óendanlega hjálp. Dóttir mín missti pabba sinn fyrir þremur árum og hún hefur nýtt sér andlega stuðninginn bæði þá og núna þegar ég greindist." Sólveig Kolbrún Pálsdóttir er með brjóstakrabbamein og bíður eftir leyfi frá lækninum sínum um hvort hún megi hlaupa tíu kílómetra en bróðir hennar og eiginmaður munu báðir hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu. „Það er erfitt að útskýra hvað Ljósið er mikilvægt. Þegar maður greinist með krabbamein er maður auðvitað alveg niðurbrotinn. Og svo fær maður fullt af bæklingum um hvert hægt er að leita og tekur ekki helminginn inn. Svo var það á áttunda degi eftir fyrstu lyfjameðferð þegar ég var alveg búin á því að maðurinn minn segir: Nú þarft þú að hafa samband við Ljósið. Ég sendi póst og var boðið að koma daginn eftir í kynningu. Og ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta er mikið og mikilvægt starf. Þarna eru fagaðilar sem sjá til þess að þú fáir það sem þú þarft til að halda þér gangandi. Svo kynnist fólk í sömu sporum og fer samferða í gegnum þetta verkefni. Fjölskyldan mín sá hvað Ljósið gerði fyrir mig og þegar það kemur upp í fjölskylduboði að bróðir minn er búinn að ákveða að hlaupa hálfmaraþon býður hann mér að velja málefnið og þá var Ljósið auðvitað efst á blaði. Vinnuveitandanum hans hjá Víkurvögnum fannst þetta svo frábært, því bróðir minn er ekkert sérstaklega hlaupalegur, að fyrirtækið ákvað að heita á hann. Maðurinn minn ætlar í tíu kílómetra og ég líka, ef ég fæ leyfi hjá lækninum. Þegar þú greinist með krabbamein er svo mikilvægt að koma ekki til baka í rúst heldur jafnvel sterkari og það er markmiðið með starfi Ljóssins." Ljósið er sjálfseignarstofnun sem sinnir endurhæfingu og stuðningi fyrir krabbameinsgreinda og fjölskyldumeðlimi. Þar er boðið upp á fjölbreytta þjónustu með það að markmiði að efla líkamlega og andlega getu. Um 400 manns sækja þjónustuna mánaðarlega. Ljósið reiðir sig á stuðning frá almenningi til að geta haldið starfseminni úti. Allir sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu eru velkomnir í undirbúningsskokkhóp kl. 15.30 á fimmtudögum á vegum Ljóssins. Sjá ljosid.is Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
Jenný og Sólveig Kolbrún hafa báðar nýtt sér þjónustu endurhæfingarmiðstöðvarinnar Ljóssins í baráttu sinni við brjóstakrabbamein. Þær leggja sín lóð á vogarskálarnar í Reykjavíkurmaraþoninu, Jenný fer tíu kílómetrana sjálf en eiginmaður Sólveigar og bróðir ætla að hlaupa í hennar nafni. Jenný Sigfúsdóttir er í miðri lyfjameðferð gegn brjóstakrabbameini en lætur það ekki hindra sig í að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Ljósið. "Ég fór í Ljósið til að hreyfa mig því ég vildi vera í formi til að takast á við meðferðina. Þar kynntist ég nokkrum góðum konum og meðal annars einni sem var að greinast með brjóstakrabbamein í annað sinn og hún var að hvetja okkur til að hlaupa því hún hafði séð hvað maraþonpeningarnir skiptu miklu máli. Ég er ein af þeim sem geta ekki hlaupið af því ég er að drepast í hnjánum. En hún talaði svo mikið um hvað hlaupastyrkurinn skipti Ljósið miklu máli að ég ákvað bara að slá til að skrá mig með benni. Ég geng þessa tíu kílómetra á mínum hraða og kemst örugglega einhverntíma í mark, býst við að fólk bíði bara eftir mér. Ljósið er staður þar sem maður getur fengið óendanlega hjálp. Dóttir mín missti pabba sinn fyrir þremur árum og hún hefur nýtt sér andlega stuðninginn bæði þá og núna þegar ég greindist." Sólveig Kolbrún Pálsdóttir er með brjóstakrabbamein og bíður eftir leyfi frá lækninum sínum um hvort hún megi hlaupa tíu kílómetra en bróðir hennar og eiginmaður munu báðir hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu. „Það er erfitt að útskýra hvað Ljósið er mikilvægt. Þegar maður greinist með krabbamein er maður auðvitað alveg niðurbrotinn. Og svo fær maður fullt af bæklingum um hvert hægt er að leita og tekur ekki helminginn inn. Svo var það á áttunda degi eftir fyrstu lyfjameðferð þegar ég var alveg búin á því að maðurinn minn segir: Nú þarft þú að hafa samband við Ljósið. Ég sendi póst og var boðið að koma daginn eftir í kynningu. Og ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta er mikið og mikilvægt starf. Þarna eru fagaðilar sem sjá til þess að þú fáir það sem þú þarft til að halda þér gangandi. Svo kynnist fólk í sömu sporum og fer samferða í gegnum þetta verkefni. Fjölskyldan mín sá hvað Ljósið gerði fyrir mig og þegar það kemur upp í fjölskylduboði að bróðir minn er búinn að ákveða að hlaupa hálfmaraþon býður hann mér að velja málefnið og þá var Ljósið auðvitað efst á blaði. Vinnuveitandanum hans hjá Víkurvögnum fannst þetta svo frábært, því bróðir minn er ekkert sérstaklega hlaupalegur, að fyrirtækið ákvað að heita á hann. Maðurinn minn ætlar í tíu kílómetra og ég líka, ef ég fæ leyfi hjá lækninum. Þegar þú greinist með krabbamein er svo mikilvægt að koma ekki til baka í rúst heldur jafnvel sterkari og það er markmiðið með starfi Ljóssins." Ljósið er sjálfseignarstofnun sem sinnir endurhæfingu og stuðningi fyrir krabbameinsgreinda og fjölskyldumeðlimi. Þar er boðið upp á fjölbreytta þjónustu með það að markmiði að efla líkamlega og andlega getu. Um 400 manns sækja þjónustuna mánaðarlega. Ljósið reiðir sig á stuðning frá almenningi til að geta haldið starfseminni úti. Allir sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoninu eru velkomnir í undirbúningsskokkhóp kl. 15.30 á fimmtudögum á vegum Ljóssins. Sjá ljosid.is
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira