Jeanni og Justin gerðu betur en allir við magnaðar aðstæður í Hvalfirðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 08:30 Svakalega dramatískar og flottar aðstæður í Kjósinni. Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson Jeanni Seymour frá Suður-Afríku og Justin Metzler frá Bandaríkjunum unnu um helgina þríþrautarmótið Iceland Challange sem for fram í Kjósinni. Þetta var stærsta þríþrautamót sem haldið hefur verið á Íslandi en yfir 200 keppendur voru skráðir til leiks þar á meðal um 150 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni í heiminum. Þá var Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni en Hákon Hrafn Sigurðsson og Rannveig Anna Guicharnaud urðu Íslandsmeistarar um helgina. Keppnin var haldin við einstakar aðstæður í Hvalfirðinum. Í keppninni sem er hálfur járnmaður þurftu keppendur að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í kringum Meðalfellsvatnið í Kjósinni. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonHér fyrir neðan sést myndband sem sýnir þessa flottu keppnisbraut. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir voru yfir tvö hundruð í ár. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” sagði Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskyldunnar í fréttatilkynningu um keppnina.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku fagnar sigri.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku vann kvennaflokkinn og hafði þá betur í baráttunni við hina kanadísku Heather Wurtele sem vann í fyrra. Jeanni er 25 ára gömul og hefur unnið mörg flott þríþrautarmót á ferlinum. Jeanni Seymour var fyrst eftir sundið en missti Heather Wurtele framúr sér á hjólinu. Hún tryggði sér hinsvegar sigur með því að ná Heather í hlaupinu.Bandaríkjamaðurinn Justin Metzler var að vinna sitt fyrsta atvinnumannamót og ekki slæmt að gera það við þessar mögnuðu aðstæður í Hvalfirðinum. Svíinn Jesper Svensson var efstur eftir bæði sundið og hjólahlutann en Justin Metzler var sterkastur í hálfmaraþoninu og tryggði sér sigurinn. Trevor Wurtele frá Kanada var annar en Svensson datt alla leið niður í þriðja sætið.Úrslit í atvinnumannaflokki eru sem hér segir:Konur 1. Jeanni Seymour (Suður-Afríka) 4:18:02 klukkutímar 2. Heather Wurtele (Kanada) 4:18:22 3. Sarissa De Vries (Holland) 4:37:03Karlmenn 1. Justin Metzler (Bandaríkin) 3:56:21 klukkutímar 2. Trevor Wurtele (Kanada) 3:58:45 3. Jesper Svensson (Svíþjóð) 3:59:25Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonMynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Jeanni Seymour frá Suður-Afríku og Justin Metzler frá Bandaríkjunum unnu um helgina þríþrautarmótið Iceland Challange sem for fram í Kjósinni. Þetta var stærsta þríþrautamót sem haldið hefur verið á Íslandi en yfir 200 keppendur voru skráðir til leiks þar á meðal um 150 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni í heiminum. Þá var Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni en Hákon Hrafn Sigurðsson og Rannveig Anna Guicharnaud urðu Íslandsmeistarar um helgina. Keppnin var haldin við einstakar aðstæður í Hvalfirðinum. Í keppninni sem er hálfur járnmaður þurftu keppendur að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í kringum Meðalfellsvatnið í Kjósinni. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonHér fyrir neðan sést myndband sem sýnir þessa flottu keppnisbraut. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir voru yfir tvö hundruð í ár. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” sagði Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskyldunnar í fréttatilkynningu um keppnina.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku fagnar sigri.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku vann kvennaflokkinn og hafði þá betur í baráttunni við hina kanadísku Heather Wurtele sem vann í fyrra. Jeanni er 25 ára gömul og hefur unnið mörg flott þríþrautarmót á ferlinum. Jeanni Seymour var fyrst eftir sundið en missti Heather Wurtele framúr sér á hjólinu. Hún tryggði sér hinsvegar sigur með því að ná Heather í hlaupinu.Bandaríkjamaðurinn Justin Metzler var að vinna sitt fyrsta atvinnumannamót og ekki slæmt að gera það við þessar mögnuðu aðstæður í Hvalfirðinum. Svíinn Jesper Svensson var efstur eftir bæði sundið og hjólahlutann en Justin Metzler var sterkastur í hálfmaraþoninu og tryggði sér sigurinn. Trevor Wurtele frá Kanada var annar en Svensson datt alla leið niður í þriðja sætið.Úrslit í atvinnumannaflokki eru sem hér segir:Konur 1. Jeanni Seymour (Suður-Afríka) 4:18:02 klukkutímar 2. Heather Wurtele (Kanada) 4:18:22 3. Sarissa De Vries (Holland) 4:37:03Karlmenn 1. Justin Metzler (Bandaríkin) 3:56:21 klukkutímar 2. Trevor Wurtele (Kanada) 3:58:45 3. Jesper Svensson (Svíþjóð) 3:59:25Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonMynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira