Strákarnir og stelpurnar á bak við stelpurnar okkar Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2017 11:30 Makar stelpnanna okkar eru stoltir af frammistöðu þeirra á vellinum þótt úrslitin hafi verið vonbrigði. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í ströngu á Evrópumótinu í Hollandi um þessar mundir og hefur liðið staðið sem nokkuð vel. Stelpurnar okkar eru því miður úr leik á mótinu og hefur heppnin ekki beint verið með þeim í liði í fyrstu tveimur leikjunum gegn Frökkum og Svisslendingum. Þegar illa gengur getur verið gott að eiga góða að og lendir það oft á mökum að hughreysta íþróttafólkið okkar.Þegar karlalandsliðið fór á EM í fyrra ræddi Vísir við maka strákanna okkar. Nú er komið að mökum stelpnanna okkar að lýsa sínum konum en það eru sennilega fáir sem þekkja þær betur. Sumar þeirra eru einhleypar og því miður náðist ekki í alla maka leikmanna landsliðsins en hér að neðan má lesa falleg orð frá strákunum og stelpunum á bakvið stelpurnar okkar.Fótboltaparið Andri Rúnar og Rakel Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, lýsir sinni konu, Rakel Hönnudóttur, á þennan hátt:„Hún er skemmtileg blanda af algjörum nagla og ljúfmenni. Hún er rosalega góð við alla. Hún er alltaf til í að hjálpa öðrum og gerir það án þess að hika. En svo inni á vellinum myndi hún klára leik fótbrotin ef það þýddi að liðið myndi vinna.“ Andri Rúnar og Rakel eru bæði í lykilhlutverkum í sínum liðum í Pepsi-deildunum hér á landi.Með stórt hjarta Glódís Perla Viggósdóttir er ein af stjörnum mótsins og hefur hún gjörsamlega farið á kostum í íslenska landsliðinu. Kærastinn hennar heitir Kristófer Eggertsson og hann lýsir sinni konu svona: „Hún er hógvær stelpa með stórt hjarta og frábær í alla staði. Með árangurinn í fótboltanum þá er hún gagnrýnin á sig sjálfa og leitar alltaf í að bæta sig.“Kristófer og Glódís á góðri stundu.Mjög umhugað um náungann Hafdís Inga Hinriksdóttir og landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir mynda sterka heild og lýsir Hafdís sinni konu á fallegan hátt:„Hún er svakalega samviskusöm, metnaðargjörn og æfir mjög mikið. Hún vill stöðugt bæta sig og leggur mikið á sig. Sandra er frábær liðsfélagi þar sem hún er húmoristi mikill en líka mjög umhugað um náungann. Fyrst og fremst er hún góð manneskja.“Hafdís og Sandra á góðri stundu.Mjög sterkur karakter Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Alexander Jura eru einstaklega fallegt par. Jura er sjúkraþjálfari hjá Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sara Björk spilar. Blaðamenn Vísis úti í Hollandi heyrðu hljóðið í Jura á stuðningsmannasvæðinu fyrir leikinn gegn Frökkum. Hann lýsir hann Söru svona: „Hún er með mjög sterkan karakter, vill vinna hvern einasta leik. Það er mikilvægt til að leiða lið og í þeirri stöðu sem hún spilar, á miðjunni.“Sara Björk og Jura hreinlega geisla saman.Engin hindrun of stór Jóhannes Karl Sigursteinsson og markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir eru æðislega fallegt par og eiga þau saman þrjú börn. Jóhannes lýsir sinni konu svona: „Harpa hefur ótrúlegan eiginleika til að takast á við verkefni með blöndu af kæruleysi og metnaði á sama tíma. Þannig að í stað þess að mikla þetta fyrir sér og búa til stress sér hún frekar lausnirnar og ræðst á verkið. Fyrir mig virkar þetta einna helst sem hrikalegt skipulagsleysi og yfirleitt held ég að allt sé í rugli þótt sú sé ekki raunin. Hún tæklar fótboltann í raun eins og þannig virðist engin hindrun of stór.“Falleg fjölskylda. Þarna vantar hinn fjögurra mánaða Ými sem slegið hefur í gegn úti í Hollandi.„Þetta er bara fótbolti sko“ Alexander Freyr Sindrason og Fanndís Friðriksdóttir eru sannkallað fótboltapar en Alexander leikur með Haukum í Inkasso-deildinni hér á landi. Hann er virkilega stoltur af sinni konu: „Eitt af því besta í fari Fanndísar er ákveðnin í henni og hefur það auðvitað hjálpað henni mjög mikið í gegnum fótboltann. Síðan held ég líka að það sem hefur hjálpað henni hvað mest í boltanum er að hún stressar sig ekki mikið á hlutunum. Auðvitað vilja allir vinna og allt það en það sem hún segir oft „þetta er bara fótbolti sko“ og það segir svolítið um hana.“Fanndís og Alexander saman á EM karla í knattspyrnu á síðasta ári. Til hægri má sjá Fanndísi fagna eina marki Íslands á mótinu í ár.Með frábæran húmor Ýmir Már Geirsson og Arna Sif Ásgrímsdóttir þekkja hvort annað vel og lýsir Ýmir sinni konu svona:„Arna Sif er umfram allt hjartahlý og vill öllum vel. Hún er traust og hefur frábæran húmor. Hún er mjög metnaðarfull og ákveðin í því sem hún tekur sér fyrir hendur og hefur gríðarlegt keppnisskap sem hefur nýst henni vel í boltanum.“Ómar og Dagný falleg saman.Til hægri má síðan sjá Ými og Örnu Sif.Dreymir um að verða bóndakona Ómar Páll Sigurbjartsson og Dagný Brynjarsdóttir eru sérstaklega fallegt par og þekkir Ómar sína konu mjög vel:„Dagný er einstaklega ákveðin og sjálfsörugg stelpa. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill og hún gefst ekki upp fyrr en hún nær sínu fram, hvort sem það eru markmiðin hennar í fótboltanum eða rifrildi okkar á milli um hvað ég á að elda handa henni í kvöldmatinn. Þrátt fyrir ótrúlega hörku á vellinum og endalaust keppnisskap býr innra með henni lítil og ljúf sveitastelpa sem dreymir um að verða bóndakona í Þykkvabænum.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í ströngu á Evrópumótinu í Hollandi um þessar mundir og hefur liðið staðið sem nokkuð vel. Stelpurnar okkar eru því miður úr leik á mótinu og hefur heppnin ekki beint verið með þeim í liði í fyrstu tveimur leikjunum gegn Frökkum og Svisslendingum. Þegar illa gengur getur verið gott að eiga góða að og lendir það oft á mökum að hughreysta íþróttafólkið okkar.Þegar karlalandsliðið fór á EM í fyrra ræddi Vísir við maka strákanna okkar. Nú er komið að mökum stelpnanna okkar að lýsa sínum konum en það eru sennilega fáir sem þekkja þær betur. Sumar þeirra eru einhleypar og því miður náðist ekki í alla maka leikmanna landsliðsins en hér að neðan má lesa falleg orð frá strákunum og stelpunum á bakvið stelpurnar okkar.Fótboltaparið Andri Rúnar og Rakel Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, lýsir sinni konu, Rakel Hönnudóttur, á þennan hátt:„Hún er skemmtileg blanda af algjörum nagla og ljúfmenni. Hún er rosalega góð við alla. Hún er alltaf til í að hjálpa öðrum og gerir það án þess að hika. En svo inni á vellinum myndi hún klára leik fótbrotin ef það þýddi að liðið myndi vinna.“ Andri Rúnar og Rakel eru bæði í lykilhlutverkum í sínum liðum í Pepsi-deildunum hér á landi.Með stórt hjarta Glódís Perla Viggósdóttir er ein af stjörnum mótsins og hefur hún gjörsamlega farið á kostum í íslenska landsliðinu. Kærastinn hennar heitir Kristófer Eggertsson og hann lýsir sinni konu svona: „Hún er hógvær stelpa með stórt hjarta og frábær í alla staði. Með árangurinn í fótboltanum þá er hún gagnrýnin á sig sjálfa og leitar alltaf í að bæta sig.“Kristófer og Glódís á góðri stundu.Mjög umhugað um náungann Hafdís Inga Hinriksdóttir og landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir mynda sterka heild og lýsir Hafdís sinni konu á fallegan hátt:„Hún er svakalega samviskusöm, metnaðargjörn og æfir mjög mikið. Hún vill stöðugt bæta sig og leggur mikið á sig. Sandra er frábær liðsfélagi þar sem hún er húmoristi mikill en líka mjög umhugað um náungann. Fyrst og fremst er hún góð manneskja.“Hafdís og Sandra á góðri stundu.Mjög sterkur karakter Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Alexander Jura eru einstaklega fallegt par. Jura er sjúkraþjálfari hjá Wolfsburg í Þýskalandi þar sem Sara Björk spilar. Blaðamenn Vísis úti í Hollandi heyrðu hljóðið í Jura á stuðningsmannasvæðinu fyrir leikinn gegn Frökkum. Hann lýsir hann Söru svona: „Hún er með mjög sterkan karakter, vill vinna hvern einasta leik. Það er mikilvægt til að leiða lið og í þeirri stöðu sem hún spilar, á miðjunni.“Sara Björk og Jura hreinlega geisla saman.Engin hindrun of stór Jóhannes Karl Sigursteinsson og markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir eru æðislega fallegt par og eiga þau saman þrjú börn. Jóhannes lýsir sinni konu svona: „Harpa hefur ótrúlegan eiginleika til að takast á við verkefni með blöndu af kæruleysi og metnaði á sama tíma. Þannig að í stað þess að mikla þetta fyrir sér og búa til stress sér hún frekar lausnirnar og ræðst á verkið. Fyrir mig virkar þetta einna helst sem hrikalegt skipulagsleysi og yfirleitt held ég að allt sé í rugli þótt sú sé ekki raunin. Hún tæklar fótboltann í raun eins og þannig virðist engin hindrun of stór.“Falleg fjölskylda. Þarna vantar hinn fjögurra mánaða Ými sem slegið hefur í gegn úti í Hollandi.„Þetta er bara fótbolti sko“ Alexander Freyr Sindrason og Fanndís Friðriksdóttir eru sannkallað fótboltapar en Alexander leikur með Haukum í Inkasso-deildinni hér á landi. Hann er virkilega stoltur af sinni konu: „Eitt af því besta í fari Fanndísar er ákveðnin í henni og hefur það auðvitað hjálpað henni mjög mikið í gegnum fótboltann. Síðan held ég líka að það sem hefur hjálpað henni hvað mest í boltanum er að hún stressar sig ekki mikið á hlutunum. Auðvitað vilja allir vinna og allt það en það sem hún segir oft „þetta er bara fótbolti sko“ og það segir svolítið um hana.“Fanndís og Alexander saman á EM karla í knattspyrnu á síðasta ári. Til hægri má sjá Fanndísi fagna eina marki Íslands á mótinu í ár.Með frábæran húmor Ýmir Már Geirsson og Arna Sif Ásgrímsdóttir þekkja hvort annað vel og lýsir Ýmir sinni konu svona:„Arna Sif er umfram allt hjartahlý og vill öllum vel. Hún er traust og hefur frábæran húmor. Hún er mjög metnaðarfull og ákveðin í því sem hún tekur sér fyrir hendur og hefur gríðarlegt keppnisskap sem hefur nýst henni vel í boltanum.“Ómar og Dagný falleg saman.Til hægri má síðan sjá Ými og Örnu Sif.Dreymir um að verða bóndakona Ómar Páll Sigurbjartsson og Dagný Brynjarsdóttir eru sérstaklega fallegt par og þekkir Ómar sína konu mjög vel:„Dagný er einstaklega ákveðin og sjálfsörugg stelpa. Hún veit nákvæmlega hvað hún vill og hún gefst ekki upp fyrr en hún nær sínu fram, hvort sem það eru markmiðin hennar í fótboltanum eða rifrildi okkar á milli um hvað ég á að elda handa henni í kvöldmatinn. Þrátt fyrir ótrúlega hörku á vellinum og endalaust keppnisskap býr innra með henni lítil og ljúf sveitastelpa sem dreymir um að verða bóndakona í Þykkvabænum.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp