Samkvæmt nýjum tölum frá Netflix eru notendur þjónustunnar núna 104 milljónir. BBC greinir frá því að fyrirtækið reki fjölgun áskrifenda til fjárfestingar í nýjum þáttum og kvikmyndum.
Netflix framleiddi meðal annars þættina 13 Reasons Why, fimmtu seríu af House of Cards og The Crown. Gengi hlutabréfa hækkaði um 10 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða eftir að greint var frá niðurstöðu annars ársfjórðungs hjá félaginu.
Áskrifendum fjölgaði um 5,2 milljónir á ársfjórðungnum, flestir voru utan Bandaríkjanna. Um helmingur áskrifenda er utan Bandaríkjanna í dag. Tekjur Netflix jukust um 32 prósent á milli ára og námu 2,8 milljörðum dollara. Stefnt er að því að tekjur verði rúmlega þrír milljarðar dollara á næsta fjórðungi.
Notendur Netflix yfir 100 milljónir
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

