Sauðfjárbændur óánægðir með viðbrögð ráðherra við forsendubresti Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 13:01 Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira