Magnaður Farah vann enn og aftur gull Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2017 20:51 Mo Farah fagnar er hann kemur í mark í kvöld. Vísir/AFP Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017 Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Mo Farah tryggði sér í kvöld sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð í 10 þúsund metra hlaupi á HM í frjálsum. Hlaupið fór fram á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum, þar sem Farah vann frægt Ólympíugull í greininni fyrir fimm árum síðan. Farah naut gríðarlega mikils stuðnings á heimavelli en fór sér hægt í upphafi. Hann hélt sér um miðjan hóp framan af hlaupi en svo virtist sem að hlauparar frá Kenýu og Úganda höfðu samráð um að halda uppi hraða í hlaupinu í þeirri von um að draga úr endaspretti Farah. Hann tók forystu þegar tveir hringir voru eftir en þrátt fyrir að keppinautar hans hafi náð að hanga í honum stakk hann einfaldlega af á síðustu 150 metrunum og bar sigur úr býtum á 26:49,51 mínútum. Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútum en Paul Tanui, sem lagði hvað harðast að Farah á lokasprettinum, vann brons á 26:50,60 mínútum. Heimsmetið í greininni er 26:17,53 mínútur en Farah var þremur sekúndum frá sínum besta tíma á ferlinum. Farah hefur verið nánast ósigrandi á stórmótum síðustu árin en hann vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra hlaupi á leikunum í Lundúnum og svo aftur í Ríó í fyrra. Hann vann einnig báðar greinar á HM í Moskvu fyrir fjórum árum sem og í Peking fyrir tveimur árum. Hann vann sitt fyrsta heimsmeistaratitil er hann fagnaði sigri í fimm þúsund metra hlaupi á HM í Suður-Kóreu árið 2011 en hann varð að sætta sig þá við silfur í tíu þúsund metra hlaupinu. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta frá upphafi en gullið sem hann vann í kvöld var tíunda gull hans á annað hvort heimsmeistaramóti eða Ólympíuleikum.An emotional Mo Farah reflects on that incredible 10,000m race at #London2017. pic.twitter.com/ML2lczxWKr— BBC Sport (@BBCSport) August 4, 2017
Frjálsar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira