Innheimta bílastæða- og atvinnuleyfagjöld í Vatnajökulsþjóðgarði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Byrjað verið að rukka frá og með 9.ágúst mynd/Klaus Kretzer Frá og með 9. ágúst næstkomandi mun Vatnajökulsþjóðgarður innheimta gjald fyrir skráðar bifreiðar og bifhjól sem koma í Skaftafell. Gjaldið fyrir venjulegan fólksbíl verður 600 krónur fyrir sólarhringinn. Notað verður sjálfvirkt myndavélakerfi frá fyrirtækinu ComputerVision ehf. Mun það nema skráningarnúmer ökutækja og stofna kröfu í þar til gerðu smáforriti í snjallsíma þess sem skráður er fyrir tækinu. Verði sú krafa ekki greidd stofnast krafa í heimabanka. „Það er tekin mynd á leiðinni inn og aftur á leið út. Engar myndir eru geymdar nema rétt á meðan farartæki eru inni á svæðinu,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þórður segir að samningurinn við ComputerVision hafi farið í gegnum verðkönnun hjá Ríkiskaupum. Sá er til eins árs og tekur fyrirtækið prósentu af þeim gjöldum sem inn koma. Áætlað er að upphæðin sem innheimtist komi til með að hlaupa á tugum milljóna. Gjaldtakan var innleidd með reglugerð sem sett var um miðjan síðasta mánuð. Auk þess að heimila gjaldtöku fyrir notkun bílastæða hækkar gjaldskráin fyrir aðra þjónustu á svæðinu. Þar má nefna tjaldgistingu, gistingu í skála og sérstæka þjónustu sem felur í sér sérstakt vinnuframlag af hálfu starfsmanna. Hið síðastnefnda hækkar um 60 prósent og verður 16 þúsund fyrir klukkustundina. Þá verður nú heimilt að rukka fyrir útgáfu atvinnuleyfa í þjóðgarðinum, alls 25 þúsund krónur. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Frá og með 9. ágúst næstkomandi mun Vatnajökulsþjóðgarður innheimta gjald fyrir skráðar bifreiðar og bifhjól sem koma í Skaftafell. Gjaldið fyrir venjulegan fólksbíl verður 600 krónur fyrir sólarhringinn. Notað verður sjálfvirkt myndavélakerfi frá fyrirtækinu ComputerVision ehf. Mun það nema skráningarnúmer ökutækja og stofna kröfu í þar til gerðu smáforriti í snjallsíma þess sem skráður er fyrir tækinu. Verði sú krafa ekki greidd stofnast krafa í heimabanka. „Það er tekin mynd á leiðinni inn og aftur á leið út. Engar myndir eru geymdar nema rétt á meðan farartæki eru inni á svæðinu,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þórður segir að samningurinn við ComputerVision hafi farið í gegnum verðkönnun hjá Ríkiskaupum. Sá er til eins árs og tekur fyrirtækið prósentu af þeim gjöldum sem inn koma. Áætlað er að upphæðin sem innheimtist komi til með að hlaupa á tugum milljóna. Gjaldtakan var innleidd með reglugerð sem sett var um miðjan síðasta mánuð. Auk þess að heimila gjaldtöku fyrir notkun bílastæða hækkar gjaldskráin fyrir aðra þjónustu á svæðinu. Þar má nefna tjaldgistingu, gistingu í skála og sérstæka þjónustu sem felur í sér sérstakt vinnuframlag af hálfu starfsmanna. Hið síðastnefnda hækkar um 60 prósent og verður 16 þúsund fyrir klukkustundina. Þá verður nú heimilt að rukka fyrir útgáfu atvinnuleyfa í þjóðgarðinum, alls 25 þúsund krónur.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira