Ef þú/þið viljið ekki vita hvað er um að vera í Westeros er best fyrir þig/ykkur að fara ekki niður fyrir gifið hér að neðan.
Þess í stað er best fyrir þig/ykkur að byrja að horfa hið snarasta!
Útlitið er svart fyrir Daenerys og félaga. Bandamenn hennar hrynja niður og Cersei og Jaime Lannister hafa séð við henni og Tyrion við hvert skref. Euron hefur svo til gott sem útrýmt flota Daenerys og hennar bestu hermenn eru nú fastir í Casterly rock, án matar og farartækja.
Jaime púllaði Robb Stark og lék eftir herbragð hans í orrustunni í Whispering Wood. Þannig fórnaði hann litlum hluta hers síns til þess að ná yfirburðastöðu og auðvitað öllum fjársjóðum Tyrellættarinnar. Meira um það síðar.
Þetta var þó ekki alslæmt þar sem við fengum loksins að sjá fund tveggja persóna sem beðið hefur verið eftir um langt skeið. Tveir, mögulega þrír, síðustu meðlimir Targaryenættarinnar hittast og aðeins einn af þeim veit að hver hann er í raun og veru.
Jon Snow er eins og áður hefur komið fram sonur Rhaegar Targaryen, bróður Daenerys, og Lyönnu Stark. Þá er einnig til efnileg kenning um að Tyrion sé í raun bróðir Daenerys. Að Aerys hinn óði hafi sængað hjá konu Tywin Lannister, Joanna.
Fundi þeirra Jon og Daenerys fylgdi líka eitt af fyndnustu atriðum Game of Thrones.
Still dying #GameofThrones pic.twitter.com/EvgjTLEkwP
— GaGa Blacks (@Grahamjacks) July 31, 2017
Hann hélt reyndar líka höfðinu. Það er betra en flestir aðrir norðanmenn sem skella sér suður geta sagt.
Það var eitt atriði á Dragonstone sem vakti spurningar hjá mér. Jon Snow spurði Tyrion hvernig hann gæti talið fólki trú um að hinir dauðu væru á hreyfingu og að allir væru í bráðri hættu. Westeros er gríðarlega stór heimsálfa og samskipti og samgöngur eru ekkert upp á marga fiska. Þar að auki er vetur að skella á og átök hafa sundrað Westeros.
Þetta var nefnilega góð spurning hjá honum og það á eftir að þurfa eitthvað mikið til að fá fólk til að átta sig á því að hin Langa nótt er að skella á aftur. Allir fyrir norðan The Neck gætu verið dauðir áður en hinir í heiminum átta sig á því hvað er að gerast.
Bandalag Fyrstu mannanna og Barna skógarins sigraði Hvítgenglana og hina dauðu, með því að beita hrafntinnu sem vopnum. Sagt er að fyrstu meðlimir Nights Watch hafi rekið Hvítgenglana aftur norður og að Brandon Stark, eða Bran Byggir, hafi í kjölfarið byggt Vegginn, til að halda Hvítgenglunum í norðrinu þar sem ríki þeirra gengur undir nafninu; The lands of always winter.
Hinar ýmsu goðsagnir sem eru sambærilegar hafa þó skapast í öðrum hluta söguheimsins. Fjölmargar fornir menningarheimar eiga sínar sögusagnir um langa nótt og mikinn vetur sem varði um langt skeið, þar til mikil hetja steig fram og sigraði hina illu.
Þar á meðal er goðsögnin um Azor Ahai, sem við höfum þó nokkrum sinnum skrifað um. Spádómar hafa sagt til um að þegar Langa nóttin komi aftur muni Azor Ahai endurfæðast til þess að berjast gegn myrkrinu.
Það eru tvær persónur sem þykja líklegar til að vera/verða Azor Ahai og það eru þau Jon Snow og Daenerys Targaryen.
Þegar Bran sat undir hjarttréiWinterfell sagði hann að hin langa nótt væri að koma aftur. Sem virðist ansi líklegt. Á móti kemur að þrátt fyrir allt virðist heimurinn í betra standi til að takast á við ógnina. Fyrstu mennirnir voru ekki með hrafntinnu til að byrja með og þeir voru svo sannarlega ekki með dreka.
Það verða Jon og félagar þó ekki heldur, ef Cersei drepur dreka Daenerys.
Úr öðrum þætti.
Þátturinn ber heitið The Queens Justice, eða réttlæti drottningarinnar, og ber hann nafn með réttu. Ellaria myrti dóttir Cersei, Myrcellu Baratheon, með eitrinu The Long Farewell og Cersei hefndi sín eins og henni einni er lagið. Sem er sirka þúsundfalt +/-.
„Dóttir þín mun deyja í þessum klefa og þú verður hér og horfir á hana deyja. Þú verður hér allt þitt líf. Ef þú neitar að borða munum við þvinga mat ofan í þig. Þú munt lifa til þess að horfa á dóttir þína rotna. Að horfa á þetta fallega andlit verða að beinum og ryki og á sama tíma velta ákvörðunum þínum fyrir þér.“
Cersei má eiga það að hún er frekar grimm. Réttlæti drottningarinnar virðist engum takmörkunum háð.
Euron baðaði sig í þakklæti íbúa Kings Landing og ítrekaði kröfu sína á því að í verðlaun fengi hann að giftast Cersei. Hún virtist taka ágætlega í það, en þó ekki fyrr en stríðið væri búið.
Þá skein aftur í geðveiki Euron þegar hann stríddi Jaime. Þessi gaur er svo skemmtilega klikkaður, en það stefnir allt í uppgjör þeirra á milli. 500 kall að annar mun drepa hinn.
Lannisterættin var hins vegar ekkert frábærlega stödd. Þeir stóðu í dýru stríði við Robb Stark og gullnámurnar þeirra voru tómar og höfðu verið í nokkur ár. Tywin fjármagnaði lán til krúnunnar með lánum frá Járnbankanum. Nú er Cersei drottning svo skuldir krúnunnar og Lannisterættarinnar eru svo til gott sem hinar sömu.
Alveg eins og Lannister ættin borgar alltaf skuldirnar sína, þá fær Járnbankinn alltaf sitt. Hann er þekktur fyrir að fjármagna uppreisnir og velta konungum sem borga ekki lánin sín úr sessi.
Þetta hafði Tywin að segja um bankanna í fjórðu þáttaröð.
Cersei bað um tvær vikur og hún sagðist ætla að borga allar skuldir ríkisins.
Í atriðinu hér að ofan sagði Tywinn Lannister að það væri einungis ein ætt í Westeros sem stæði í hárinu á Lannisterættinni þegar kemur að fjármunum. Það væri Tyrellættin.
Því tóku Cersei og Jaime þá ákvörðun að fórna Casterly Rock, ættarsetri þeirra. Með því að fórna litlum hluta hers þeirra og með hjálp Euron tókst þeim að króa Grey Worm og félaga af í vesturhluta Westeros.
Á sama tíma gekk Randyll Tarly til liðs við Jaime og saman tóku þeir Highgarden og allt gullið sem þar mátti finna.
Takið eftir gullinu sem verið er að telja í atriðinu hér að neðan. Eftir að Jaime og félagar taka Highgarden.
Staða Cersei og Jaime er mjög sterk og þau geta verið ánægð með sig. Deanerys getur verið reið.
Olenna Tyrell yfirgaf ekki heiminn án þess að berja aðeins frá sér. Hún viðurkenndi fyrir Jaime að hún hefði eitrað fyrir Joffrey Baratheon, í fjólubláa brúðkaupinu, en hann var auðvitað sonur Jaime en ekki Roberts. Hingað til hafði Jaime mögulega staðið í þeirri trú að Tyrion hefði gert það. Olenna var líka síðasti meðlimur Tyrellættarinnar.
Staðreyndin er hins vegar sú að Olenna Tyrell myrti Joffrey og hún gerði það til þess að hlífa Margaery og svo Tommen yrði konungur. Margaery ætti auðveldara með að stjórna honum en Joffrey. Olenna fékk helvítið hann Littlefinger í lið með sér og þau sáu til þess að Tyrion og Sansa, sem þá var eiginkona Tyrion, tæku á sig sökina.
Það verður vonandi í næsta þætti.
Þá verður einnig spennandi að sjá meira af Bran, sem er nú loksins kominn aftur til Winterfell. Hann getur sagt Jon Snow hverjir foreldrar hans eru og er í raun ótæmandi uppspretta upplýsinga. Hann virðist þó eiga erfitt með að stjórna þessari skyggnigáfu sinni. Til dæmis virtist hann eiga erfitt með að gera greinarmun á milli sín og gamla Three-eyed raven.
Mögulega getur hann svarað mörgum spurningum sem fólk hefur beðið eftir.
Sömuleiðis verður spennandi að sjá hvað verður um Yöru og Theon. Euron lét Cersei ekki fá Yöru og Theon var bjargað af öðrum Ironborn sem voru hliðhollir henni.