Rússneska íþróttafólkið neitar að skila "skítugu“ medalíunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 22:45 Jessica Ennis-Hill stóð kasólétt á verðlaunapallinum á dögunum þegar hún fékk loksins gullverðlaun sín afhent frá HM 2011. Vísir/Getty Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Fjölmargir Ólympíumeistarar og heimsmeistarar í frjálsum íþróttum hafa misst titla sína og verðlaun á síðustu misserum eftir að upp komst að þeir höfðu notað ólögleg lyf. Með betri tækni í lyfjaeftirliti hefur verið hægt að skanna nánar og prófa betur sýni íþróttafólksins frá því þegar þau unnu verðlaun á Ólympíuleikum eða heimsmeistaramótum og þá hafa menn uppgötvað að margir heims- og Ólympíumeistarar voru með óhreint mjöl í pokahorninu. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur verið í herför gegn ólöglegri lyfjanotkun í frjálsum íþróttum og hafa sem dæmi tekið mjög hart á skipulagðri lyfjanotkun Rússa. Þeir hafa líka reynt að búa til smá sárabót fyrir það íþróttafólk sem var svindlað á. Á nýloknu heimsmeistaramóti í London fengu þannig sextán íþróttamenn afhent verðlaun með viðhöfn. Allt var þetta íþróttafólk sem hafði verið „svindlað“ á þar sem umræddir verðlaunapeningar fóru á sínum tíma um hálsinn á fólki sem hafði notað ólögleg lyf en sloppið í gegnum lyfjapróf á viðkomandi stórmóti. BBC segir hinsvegar frá því að það getur verið erfitt að finna og endurheimta þessa verðlaunapeninga því svindlararnir eru margir ekki til í að skila medalíunum sínum. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setur það í hendur sambands í hverju landi fyrir sig að endurheimta verðlaunapeninganna og það hefur gengið einstaklega illa hjá rússneska frjálsíþróttasambandinu að fá medalíurnar til baka. Svo illa að rússneska frjálsíþróttasambandið hefur aðeins fengið til baka 3 af 24 verðlaunapeningum frá því íþróttafólki sínu sem hefur fallið á síðbúnu lyfjaprófi. BBC fjallar betur um þetta mál hér.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira