Frábiðja sér tugi nýrra íbúða í Fossvogsdalinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Ráðgert er að byggja hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi. vísir/ernir „Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
„Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira