Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 13:15 Reglur um veiting uppreist æru hafa verið í brennidepli síðan greint var frá því í júní að Robert Downey, áður Róberti Árna, dæmdum barnaníðingi var veitt uppreist æra í fyrra. Vísir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. „Þess vegna eigum við saman að hysja upp um okkur og láta hendur standa fram úr ermum við að afleggja þennan nítjandu-aldar sið. Það er grundvallaratriði að standa vörð um mannréttindi,“ skrifar Óttarr. Hann segir að þolendur eigi alltaf að njóta vafans, bæði í regluverki og framkvæmd. „Kerfin okkar og lagaumhverfi eru til þess að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós. Sögulega hefur því oft verið öfugt farið og þess sér ennþá merki hér og hvar í kerfunum okkar. Það þarf að skoða það sem úrskeiðis fer, læra af því, og umfram allt að ganga í að færa til betra horfs. Ég lít á þetta sem lykilverkefni í stjórnmálum og ábyrgðin er okkar allra.“Uppákoman í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd furðuleg Hann bendir jafnframt á að Björt framtíð eigi ekki fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Uppákoman í nefndinni í gær virkar furðuleg. Hún þarfnast skýringa og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram . Það flækir og gerir erfitt fyrir því að ná saman um góð og bætt vinnubrögð. Ef ekki er þörf á að kynna sér mál í nefnd má óska eftir frávísun eða frestun.“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í gær um reglur um uppreist æru, gekk út áður en meðmælabréf í máli Roberts Downey voru lögð fram í trúnaði. Fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Óttarr segir að stjórnmálamenn þurfi að vanda sig þegar þeir fjalli um viðkvæm mál. „Mannréttindi eru ekki flokkspólitísk í eðli sínu heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Það er margt ófullkomið og sumt getur verið erfitt í framkvæmd en það er engin afsökun fyrir því að ganga ekki til verks og ganga til góðs. Þá er borðleggjandi að leggja af þessar fáranlegu reglur sem gefa í skyn að æra sé eitthvað sem sé á færi opinbera aðila að möndla með eða reisa við.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. „Þess vegna eigum við saman að hysja upp um okkur og láta hendur standa fram úr ermum við að afleggja þennan nítjandu-aldar sið. Það er grundvallaratriði að standa vörð um mannréttindi,“ skrifar Óttarr. Hann segir að þolendur eigi alltaf að njóta vafans, bæði í regluverki og framkvæmd. „Kerfin okkar og lagaumhverfi eru til þess að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós. Sögulega hefur því oft verið öfugt farið og þess sér ennþá merki hér og hvar í kerfunum okkar. Það þarf að skoða það sem úrskeiðis fer, læra af því, og umfram allt að ganga í að færa til betra horfs. Ég lít á þetta sem lykilverkefni í stjórnmálum og ábyrgðin er okkar allra.“Uppákoman í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd furðuleg Hann bendir jafnframt á að Björt framtíð eigi ekki fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Uppákoman í nefndinni í gær virkar furðuleg. Hún þarfnast skýringa og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram . Það flækir og gerir erfitt fyrir því að ná saman um góð og bætt vinnubrögð. Ef ekki er þörf á að kynna sér mál í nefnd má óska eftir frávísun eða frestun.“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í gær um reglur um uppreist æru, gekk út áður en meðmælabréf í máli Roberts Downey voru lögð fram í trúnaði. Fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Óttarr segir að stjórnmálamenn þurfi að vanda sig þegar þeir fjalli um viðkvæm mál. „Mannréttindi eru ekki flokkspólitísk í eðli sínu heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Það er margt ófullkomið og sumt getur verið erfitt í framkvæmd en það er engin afsökun fyrir því að ganga ekki til verks og ganga til góðs. Þá er borðleggjandi að leggja af þessar fáranlegu reglur sem gefa í skyn að æra sé eitthvað sem sé á færi opinbera aðila að möndla með eða reisa við.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07
Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35
Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44
Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00