Ferðamenn sátu sem límdir yfir dýrðinni í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 11:15 Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15