Samkvæmt viðtali við WWD þá seldi Jenner sérstakan kassa af snyrtivörum í tengslum við afmælið sitt fyrir rúmlega einn milljarð íslenska króna á einum degi (!) og sömuleiðis svokallað Holiday set fyrir tæpa 2 milljarða (!!) íslenskra króna, á einum degi. Þetta eru engar smá sölutölur og eitthvað stóru snyrtivörurisarnir yrðu heldur betur ánægðir með.
Það er greinilegt að þessi yngsta systir í Kardashian fjölskyldunni er með viðskiptavitið á hreinu og er byggja upp sitt eigið veldi.