Hagnaður af sölu BMW hærri en hjá Benz og Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2017 09:51 BMW 7-línan. Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Hagnaður BMW af sölu á fyrri helmingi ársins er hærri en bæði hjá Volkswagen og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Það fer því ekkert endilega saman sölumagn og hagnaður. Hagnaður BMW nam 698 milljörðum króna á þessum fyrri helmingiu ársins og var hagnaður af sölu 11,3%. Engum öðrum bílaframleiðanda hefur tekist að ná fram samskonar hlutfalli hagnaðar af sölu á þessu tímabili. Það gæti ef til vill komið mörgum á óvart að sá bílaframleiðandi sem næst kemst BMW hvað hagnað af sölu varðar er Suzuki, en þar á bæ náðist 10,3% hagnaður. Þar á eftir kemur svo Daimler með 9,7% hagnað af sölu. GM og Volkswagen koma svo í fjórða og fimmta sæti hvað hagnað af sölu varðar. Gott gengi BMW og mikill hagnaður verður helst rekinn til góðrar sölu í Kína og á það einnig við ágætan hagnað Daimler. Sem dæmi þá selur BMW 26,9% af BMW 7 línu bíl sínum í Kína. Allt stefnir í methagnað hjá BMW á þessu ári.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent