Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2017 21:56 Þristarnir út af Snæfellsnesi í kvöld. Myndin er tekin úr Breitling-þristinum, sem er rétt fyrir aftan og til hliðar við Pál Sveinsson. Stöð 2/Kristján Már Unnarsson. Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. Formaður Þristavinafélagsins segir að elstu menn muni síðast eftir samflugi tveggja þrista hérlendis fyrir meira en sextíu árum. Fjallað var um viðburðinn í fréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu sem sjá má hér en vélarnar flugu mjög þétt saman. Þristarnir eru báðir á áttræðisaldri, annarsvegar íslenski þristurinn Páll Sveinsson, sem var smíðaður árið 1943, og svo þristurinn, sem svissneski úraframleiðandinn Breitling lét gera upp, en sú vél er frá árinu 1940. Hún er í hnattflugi og er henni ætlað að komast í sögubækur sem elsta vél sem flogið hefur umhverfis jörðina. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið og því gripu íslenskir flugáhugamenn tækifærið. Forráðamenn íslenska Þristavinafélagsins buðu Breitling-þristinum upp í dans, það er að vélarnar tvær færu í samsíða flug, sem jafnframt yrði nýtt til ljósmynda- og kvikmyndatöku af vélunum saman.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Einar Árnason.Flugstjóri Páls Sveinssonar í samfluginu var Eyþór Baldursson og Gunnar Arthursson var flugmaður. Flugstjóri Breitlings-þristsins var Francisco Agullo, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2. Flugið tók um hálfa aðra klukkustund en frá Reykjavík var flogið yfir Akranes og Mýrar, meðfram Löngufjörum á Snæfellsnesi og að Arnarstapa. Þar var snúið við og flogin sama leið til baka. Tvær aðrar minni vélar, með ljósmyndara og kvikmyndatökumenn um borð, fylgdu með.Sturla Snorrason módelsmiður við líkanið af Gljáfaxa.Stöð 2/Einar Árnason.„Elstu menn muna eftir samflugi tveggja þrista árið 1955 eða 1956. Ég hef ekki neinar heimildir um að þristar hafi flogið svona saman síðan þá. Þannig að þetta er gríðarlega langt síðan og þú getur ímyndað þér eftirvæntinguna hjá okkur að taka þátt í þessu,“ sagði Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, áður en lagt var upp í flugið. Hér má sjá viðtal við Tómas Dag úr fréttum Stöðvar 2.Þristarnir á Reykjavíkurflugvelli voru raunar þrír, sá þriðji er flugmódel, einn áttundi af stærð hinna. Módelsmiðurinn Sturla Snorrason var mörg ár að smíða gripinn sem lítur nákvæmlega eins út og íslenski þristurinn þegar hann var Gljáfaxi Flugfélags Íslands, áður en hann var tekinn í þjónustu Landgræðslunnar.Þristarnir þrír á Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Einar Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45 Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fólk langar mikið að fljúga með þristinum Ein ástsælasta flugvél íslenska flugflotans og eini flughæfi þristurinn á landinu er að fá endurnýjað hlutverk. 27. júní 2014 19:45
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Auka hraðann til að ná Reykjavík fyrir lokun Flugmenn DC-3 flugvélarinnar, sem eru á leiðinni milli Grænlands og Íslands, hafa gefið hreyflunum aukið afl í von um að ná inn til Reykjavíkur fyrir lokunartíma vallarins. 26. ágúst 2017 21:53