Stolið úr sjúkra- og lögreglubílum Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Eftirlitsmyndavélar hafa löngu sannað gildi sitt í miðborginni, að mati lögreglunnar. Vísir/Daníel „Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira
„Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lögreglumál Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira