Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 12:11 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja til breytingar á lögum er varða uppreist æru á þingi í haust. Vísir/Ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00