Hverfum mismunað í opnunartíma lauga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. september 2017 06:00 Árbæjarlaug fær ekki lengri opnunartíma. vísir/teitur Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að lengja opnunartíma Vesturbæjarlaugar og Breiðholtslaugar á föstudögum og um helgar í vetur. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina furðar sig á því að íbúar í Grafarvogi og Árbæ séu skildir út undan. Samkvæmt ákvörðun ráðsins verður Vesturbæjarlaug nú opin frá 06.30 til 22.00 alla virka daga og frá 09.00 til 22.00 um helgar. Ríflega 3.200 manns höfðu skrifað undir áskorun leikarans Stefáns Karls Stefánssonar til ráðsins um að halda sumaropnunartíma laugarinnar óbreyttum yfir vetrartímann. Við því var orðið og sami opnunartími samþykktur fyrir Breiðholtslaug sömuleiðis. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í ráðinu, mótmælti í bókun harðlega að íbúar Grafarvogs og Árbæjar yrðu skildir út undan. Þeim laugum verður lokað klukkan 20 á föstudögum og 18 um helgar í vetur. „Algjörlega óskiljanlegt er að mismunun sé hér höfð milli íbúa borgarinnar og það ekki haft eins rúmt fyrir opnunartíma sundlauga í þessum stóru fjölskyldu- og barnahverfum borgarinnar sem Grafarvogur og Árbær eru,“ segir Trausti. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ráðsins, segir í samtali við Fréttablaðið að með þessu sé verið að svara eftirspurn. Aðsókn að Vesturbæjar- og Breiðholtslaugum hafi aukist verulega með lengri opnunartíma í sumar en sömu aukningu hafi ekki mátt greina í öðrum laugum. „Hún jókst lítillega en ekki eins mikið. Með því að lengja opnunartíma þar værum við ekki að svara eftirspurn. En það er ekkert sem útilokar að það verði prufað síðar. Eins og staðan er í dag eru þessar tvær laugar í forgangi og svo má geta þess að þegar Sundhöll Reykjavíkur verður opnuð verður hún sömuleiðis opin til tíu alla daga.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira