May afþakkar að standa fyrir máli sínu í Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 19:11 May hafði sagst í viðræðum um að ávarpa Evrópuþingið. Hún ætlar þess í stað að hitta leiðtoga þess fyrir luktum dyrum. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir. Brexit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, neitaði boði forseta Evrópuþingsins um að ávarpa þingheim og gera grein fyrir afstöðu sinni til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. The Guardian greinir frá því að May hafi hafnað því að halda ræðu í þinginu en þess í stað fallist á að hitta leiðtoga þingsins á bak við luktar dyr. Þingið þarf að samþykkja samning á milli Breta og ESB um útgönguna og hafði May áður sagt að hún ætti í viðræðum um að ávarpa þingið. Heimildamaður blaðsins hjá ESB segir að nokkrir leiðtogar Evrópuþingsins hafi orðið fyrir vonbrigðum með framferði May á sama tíma og hún reynir að sannfæra Evrópuþingmenn um að umfangsmikill fríverslunarsamningur á milli Breta og sambandsins sé öllum í hag. „Þetta er enn eitt sjálfsmarkið,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum embættismanni hjá ESB. Talsmaður May segir að hún muni funda með Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, og formönnum stjórnmálahópa þess. Engin dagsetning fyrir þann fund hafi þó verið ákveðin.Brexit er hitamál í Bretlandi. Þessi herramaður sendi þingmönnum tæpitungulaus skilaboð þegar hann mótmælti fyrir utan þinghúsið í dag.Vísir/AFPFundargerð varpar ljósi á pirring fulltrúa ESB í garð samningamanna BretaSamskipti bresku ríkisstjórnarinnar og fulltrúa ESB eru stirð þessa dagana. Hluti af fundargerðum fundar sem samingarnefndir þeirra áttu um útgönguna í júlí var birtur í dag og bendir til þess að þeir síðarnefndu séu pirraðir út í þá fyrrnefndu. Þannig var bókað í fundargerðinni að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi lýst áhyggjum af því stöðugleika og ábyrgð samningamanns Breta, Brexit-ráðherrans David Davis. Þátttaka hans í viðræðunum væri takmörkuð og það gæti teflt árangri þeirra í tvísýnu. Michel Barnier, aðalsamningarmaður sambandsins, sagði einnig að Bretar hefðu ekki tekið þátt í viðræðunum af heilum hug og að þeir hefðu ekki gert skýra grein fyrir afstöðu sinni. Davis var gagnrýndur harðlega fyrir að láta sig hverfa af samningafundi um miðjan júlí eftir aðeins tvær klukkustundir.
Brexit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira