Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2017 06:00 Slys varð um borð í báti frá Ribsafari í Eyjum. vísir/óskar friðriksson Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. Er það gert í ljósi tíðra slysa sem orðið hafa á farþegum slíkra báta undanfarin ár. Um miðjan síðasta mánuð skilaði sjóslysasvið RNSA tveimur skýrslum sem varða atvik á slíkum bátum. Skýrslurnar voru birtar fyrir helgi. Fyrra slysið var í september 2015 skammt frá Húsavík í Ömmu Kibbu en báturinn er gerður út af Gentle Giants – Hvalaferðum ehf. Báturinn sigldi í kjölfar annars skips með þeim afleiðingum að hann skall niður. Farþegi kastaðist til og heyrði hrygginn á sér brotna. Sá hefur verið óvinnufær síðan þá. Síðara slysið átti sér stað í maí 2016 um borð í bátnum Ölduljóni sem er í eigu Ribsafari ehf. í Vestmannaeyjum. Ölduhæð var um 1,5 metrar og féll báturinn niður í óvæntan öldudal, um þrjá til fimm metra að sögn aðstoðarskipstjóra, með þeim afleiðingum að tveir farþegar fremst í bátnum slösuðust. Annar farþeganna hlaut brot í hryggjarlið og annar samfall á hryggjarliðum. Í báðum tilfellum er það mat nefndarinnar að ástæða slysanna hafi verið að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Til að forða því að sambærileg atvik eigi sér stað leggur RNSA til að reglur verði settar um slík skip. Þá er einnig lagt til að fjaðrandi sæti verði tekin upp í frekari mæli. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Hryggbrotnuðu í bátsferð í Eyjum Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku. 21. maí 2016 20:43 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. Er það gert í ljósi tíðra slysa sem orðið hafa á farþegum slíkra báta undanfarin ár. Um miðjan síðasta mánuð skilaði sjóslysasvið RNSA tveimur skýrslum sem varða atvik á slíkum bátum. Skýrslurnar voru birtar fyrir helgi. Fyrra slysið var í september 2015 skammt frá Húsavík í Ömmu Kibbu en báturinn er gerður út af Gentle Giants – Hvalaferðum ehf. Báturinn sigldi í kjölfar annars skips með þeim afleiðingum að hann skall niður. Farþegi kastaðist til og heyrði hrygginn á sér brotna. Sá hefur verið óvinnufær síðan þá. Síðara slysið átti sér stað í maí 2016 um borð í bátnum Ölduljóni sem er í eigu Ribsafari ehf. í Vestmannaeyjum. Ölduhæð var um 1,5 metrar og féll báturinn niður í óvæntan öldudal, um þrjá til fimm metra að sögn aðstoðarskipstjóra, með þeim afleiðingum að tveir farþegar fremst í bátnum slösuðust. Annar farþeganna hlaut brot í hryggjarlið og annar samfall á hryggjarliðum. Í báðum tilfellum er það mat nefndarinnar að ástæða slysanna hafi verið að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Til að forða því að sambærileg atvik eigi sér stað leggur RNSA til að reglur verði settar um slík skip. Þá er einnig lagt til að fjaðrandi sæti verði tekin upp í frekari mæli.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Hryggbrotnuðu í bátsferð í Eyjum Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku. 21. maí 2016 20:43 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00
Hryggbrotnuðu í bátsferð í Eyjum Tvær ungar konur á þrítugsaldri hryggbrotnuðu í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis í Vestmannaeyjum í síðustu viku. 21. maí 2016 20:43