Haustbragur á veiðitölum vikunnar Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2017 12:00 Það er komin haustbragur á veiðitölurnar og það styttist í að fyrstu lokatölurnar berist af bökkum ánna. Rigningin í síðustu viku gerði ánum gott og kom tökunni aðeins í gang aftur. Holl sem lauk veiðum í Langá á Mýrum í gær tók til að mynda 45 laxa í afslappaðri veiði en áin er komin í frábært veiðivatn og loksins hætt að vera glær eins og síðustu vikur. Síðasta vika þar á bæ skilaði 77 löxum á land en vikan sem telur núna er komin í 60 laxa svo það stefnir í að Langá fari eitthvað yfir veiðina í fyrra. Það sama má segja um aðrar ár á vesturlandi en Þverá/Kjarrá, Grímsá, Haffjarðaá, Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit eru ýmist komnar yfir eða fara nokkuð örugglega yfir heildarveiðina í fyrra. Ytri Rangá er ennþá efst á listanum en það hefur aðeins dregið úr veiðinni þar sem er einkennilegt að segja þegar það veiðast ennþá hátt í 400 laxar í hverri viku. Það er nokkuð ljóst að hún kemur til með að vera á toppnum þetta sumarið því það er nóg eftir af veiðitímanum og mikið af laxi í ánni. Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri-Rangá 4.583 laxar - vikuveiði 364 laxar Miðfjarðará 2.937 laxar - vikuveiði 269 laxar Þverá/Kjarrá 1.890 laxar - vikuveiði 113 laxar Eystri Rangá 1.773 laxar – vikuveiði 88 laxar Blanda 1.390 laxar - vikuveiði 59 laxar Norðurá 1.442 laxar - vikuveiði 27 laxar Langá á Mýrum 1.314 laxar - vikuveiðin 77 laxar Haffjarðará 1.085 laxar – vikuveiði 55 laxar Grímsá í Borgarfirði 968 laxar – vikuveiði 50 laxa Selá í Vopnafirði 880 laxar – vikuveiði 70 laxar Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Það er komin haustbragur á veiðitölurnar og það styttist í að fyrstu lokatölurnar berist af bökkum ánna. Rigningin í síðustu viku gerði ánum gott og kom tökunni aðeins í gang aftur. Holl sem lauk veiðum í Langá á Mýrum í gær tók til að mynda 45 laxa í afslappaðri veiði en áin er komin í frábært veiðivatn og loksins hætt að vera glær eins og síðustu vikur. Síðasta vika þar á bæ skilaði 77 löxum á land en vikan sem telur núna er komin í 60 laxa svo það stefnir í að Langá fari eitthvað yfir veiðina í fyrra. Það sama má segja um aðrar ár á vesturlandi en Þverá/Kjarrá, Grímsá, Haffjarðaá, Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit eru ýmist komnar yfir eða fara nokkuð örugglega yfir heildarveiðina í fyrra. Ytri Rangá er ennþá efst á listanum en það hefur aðeins dregið úr veiðinni þar sem er einkennilegt að segja þegar það veiðast ennþá hátt í 400 laxar í hverri viku. Það er nokkuð ljóst að hún kemur til með að vera á toppnum þetta sumarið því það er nóg eftir af veiðitímanum og mikið af laxi í ánni. Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri-Rangá 4.583 laxar - vikuveiði 364 laxar Miðfjarðará 2.937 laxar - vikuveiði 269 laxar Þverá/Kjarrá 1.890 laxar - vikuveiði 113 laxar Eystri Rangá 1.773 laxar – vikuveiði 88 laxar Blanda 1.390 laxar - vikuveiði 59 laxar Norðurá 1.442 laxar - vikuveiði 27 laxar Langá á Mýrum 1.314 laxar - vikuveiðin 77 laxar Haffjarðará 1.085 laxar – vikuveiði 55 laxar Grímsá í Borgarfirði 968 laxar – vikuveiði 50 laxa Selá í Vopnafirði 880 laxar – vikuveiði 70 laxar
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði