Atli Jamil varð annar á N-Evrópumótinu í torfæru Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 10:00 Atli Jamil á fleygiferð í keppni á Akureyri. Gunnlaugur Einar Briem Í síðasta mánuði fór fram N-Evrópumótið í torfæru og fór keppnin fram í Ler í Noregi. Atli Jamil Ásgeirsson á Thunderbolt var eini íslendingurinn sem fór með bíllinn sinn frá Íslandi til að keppa og stóð sig frábærlega. Hann lenti í öðru sæti. Eknar voru 6 brautir á laugardeginum og 6 brautir á sunnudeginum og allar brautir giltu í mótinu. Sextán keppendur voru mættir til leiks, 10 í sérútbúna flokknum og 6 í sérútbúnum götubílum. Keppendur komu frá 4 löndum. Flestir frá Noregi eða 12 keppendur en síðan voru keppendur frá Íslandi, Svíþjóð og Danmörku. Mikil rigning var á svæðinu alla helgina en keppendur, aðstoðarmenn og keppnishaldarar létu það ekki á sig fá og keppnin var mjög góð í alla staði.Leiddi keppnina eftir fyrri dagAtli leiddi keppnina eftir í lok fyrsta dags eftir frábæran akstur allan daginn. Á degi tvö var Atli óheppinn með rásröð og missti forskotið sitt niður en eins og áður segir hafnaði Atli Jamil í öðru sæti, sem er frábær árangur. Það var norðmaðurinn Tor Egil Thorland á Ugly Betty sem vann mótið. Atli Jamil í öðru sæti og norðmaðurinn Arne Johannessen varð í þriðja sæti. Þetta mót var líka hluti af Noregsmeistaramótinu og taldi til 4. og 5. umferðar þess móts. Þar af leiðandi sigraði Atli Jamil í 4. umferð Noregsmótsins sem fór fram á laugardeginum. Hann lenti svo í öðru sæti í 5. umferð þess sem fór fram á sunnudeginum. Atli nældi sér einnig í tilþrifaveðlaunin eftir góða björgun í síðustu braut sunnudagsins. Framundan hjá Atla Jamil á Thunderbolt er að halda áfram í Noregsmeistaramótinu. Bíllinn varð eftir í Noregi og ætlar Atli Jamil að taka þátt í næstu tveimur umferðum í mótinu, en þær fara fram í Skien sem er suður af Osló. Keppnin þar fer fram 2. og 3. september og verður forvitnilegt að sjá hvernig ganga mun hjá Atla þar. Í sérútbúna götubílaflokki sigraði Jorgen Poulsen en Sigurjón Guðmarsson, Íslendingur sem er búsettur í Noregi, hætti keppni eftir fyrsta dag vegna bilana.Atli Jamil á sínum uppáhaldsstað. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent
Í síðasta mánuði fór fram N-Evrópumótið í torfæru og fór keppnin fram í Ler í Noregi. Atli Jamil Ásgeirsson á Thunderbolt var eini íslendingurinn sem fór með bíllinn sinn frá Íslandi til að keppa og stóð sig frábærlega. Hann lenti í öðru sæti. Eknar voru 6 brautir á laugardeginum og 6 brautir á sunnudeginum og allar brautir giltu í mótinu. Sextán keppendur voru mættir til leiks, 10 í sérútbúna flokknum og 6 í sérútbúnum götubílum. Keppendur komu frá 4 löndum. Flestir frá Noregi eða 12 keppendur en síðan voru keppendur frá Íslandi, Svíþjóð og Danmörku. Mikil rigning var á svæðinu alla helgina en keppendur, aðstoðarmenn og keppnishaldarar létu það ekki á sig fá og keppnin var mjög góð í alla staði.Leiddi keppnina eftir fyrri dagAtli leiddi keppnina eftir í lok fyrsta dags eftir frábæran akstur allan daginn. Á degi tvö var Atli óheppinn með rásröð og missti forskotið sitt niður en eins og áður segir hafnaði Atli Jamil í öðru sæti, sem er frábær árangur. Það var norðmaðurinn Tor Egil Thorland á Ugly Betty sem vann mótið. Atli Jamil í öðru sæti og norðmaðurinn Arne Johannessen varð í þriðja sæti. Þetta mót var líka hluti af Noregsmeistaramótinu og taldi til 4. og 5. umferðar þess móts. Þar af leiðandi sigraði Atli Jamil í 4. umferð Noregsmótsins sem fór fram á laugardeginum. Hann lenti svo í öðru sæti í 5. umferð þess sem fór fram á sunnudeginum. Atli nældi sér einnig í tilþrifaveðlaunin eftir góða björgun í síðustu braut sunnudagsins. Framundan hjá Atla Jamil á Thunderbolt er að halda áfram í Noregsmeistaramótinu. Bíllinn varð eftir í Noregi og ætlar Atli Jamil að taka þátt í næstu tveimur umferðum í mótinu, en þær fara fram í Skien sem er suður af Osló. Keppnin þar fer fram 2. og 3. september og verður forvitnilegt að sjá hvernig ganga mun hjá Atla þar. Í sérútbúna götubílaflokki sigraði Jorgen Poulsen en Sigurjón Guðmarsson, Íslendingur sem er búsettur í Noregi, hætti keppni eftir fyrsta dag vegna bilana.Atli Jamil á sínum uppáhaldsstað.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent