Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 10:49 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi nefndarinnar í morgun. vísir/anton brink Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. Frá þessu greindi Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hófst klukkan 10 en umsóknin hafði legið á borði ráðherrans síðan í maí síðastliðnum. Sigríður neitaði að afgreiða umsóknina þar sem hún hafði ýmislegt að athuga við framkvæmd stjórnsýslunnar á því hvernig slíkar umsóknir höfðu verið afgreiddar í áratugi. Í kjölfarið hóf hún á endurskoðun á framkvæmdinni og síðan endurskoðun á lögum um uppreist æru en Sigríður sagði að þessi umsókn, sem nú hefur verið dregin til baka, hefði verið afgreidd í samræmi við þær breytingar sem stendur til að gera. „Í morgun barst erindi inn til ráðuneytisins þar sem þessi einstaklingur afturkallar þessa umsókn þannig að það verður ekki um það að ræða að taka þetta mál fyrir. Það lá þó alveg skýrt fyrir að ég myndi ekki afgreiða þessa umsókn,“ sagði Sigríður á fundi nefndarinnar í morgun. Þetta er í annað skiptið sem ráðherrann ræðir reglur um uppreist æru við stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd en í fyrsta skipti sem hún kemur fyrir opinn fund nefndarinnar. Í lok ágúst kom hún á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar og ræddi uppreist æru og lög og reglur sem um málið gilda. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, nú í starfsstjórn. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsso, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar er í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. Frá þessu greindi Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem hófst klukkan 10 en umsóknin hafði legið á borði ráðherrans síðan í maí síðastliðnum. Sigríður neitaði að afgreiða umsóknina þar sem hún hafði ýmislegt að athuga við framkvæmd stjórnsýslunnar á því hvernig slíkar umsóknir höfðu verið afgreiddar í áratugi. Í kjölfarið hóf hún á endurskoðun á framkvæmdinni og síðan endurskoðun á lögum um uppreist æru en Sigríður sagði að þessi umsókn, sem nú hefur verið dregin til baka, hefði verið afgreidd í samræmi við þær breytingar sem stendur til að gera. „Í morgun barst erindi inn til ráðuneytisins þar sem þessi einstaklingur afturkallar þessa umsókn þannig að það verður ekki um það að ræða að taka þetta mál fyrir. Það lá þó alveg skýrt fyrir að ég myndi ekki afgreiða þessa umsókn,“ sagði Sigríður á fundi nefndarinnar í morgun. Þetta er í annað skiptið sem ráðherrann ræðir reglur um uppreist æru við stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd en í fyrsta skipti sem hún kemur fyrir opinn fund nefndarinnar. Í lok ágúst kom hún á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar og ræddi uppreist æru og lög og reglur sem um málið gilda. Það má segja að uppreist æra, sem hefur mikið verið í umræðunni undanfarna mánuði, hafi fellt ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, nú í starfsstjórn. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu á fimmtudaginn í liðinni viku og bar fyrir sig trúnaðarbresti sem þau telj Sigríði og Bjarna hafa gerst sek um þegar þau greindu ekki öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni frá því að Benedikt Sveinsso, faðir Bjarna, skrifaði undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar er í beinni útsendingu hér á Vísi.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53