Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2017 06:00 Frá sjónvarpskappræðum fyrir síðustu alþingiskosningar. Kosið verður aftur þann 28. október næstkomandi. vísir/vilhelm Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira