Sigríður gefur kost á sér í komandi kosningum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. september 2017 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Uppreist æru Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Þetta sagði hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru. Í aðsendri grein í Morgunblaðið í morgun segir Sigríður frá sinni upplifun af deilumálum síðustu daga er varða uppreist æru. Þar kveðst hún hafa neitað að samþykkja einu umsóknina um uppreist æru sem henni hafi borist í starfi ráðherra. Þannig hafi hún talið að framkvæmd slíkra mála væri komin langt frá því sem til stóð við setningu almennra hegningarlaga, þar sem ákvæði um málin er að finna. Telur hún enn fremur að hún hafi verið í fullum rétti þegar hún sagði forsætisráðherra frá aðkomu föður hans að máli eins umsækjenda. Segir hún að umsóknirnar séu ávallt lagðar fyrir ríkisstjórnarfund áður en þær eru sendar til forseta og þannig hafi ráðherrar allir kost á að kynna sér gögnin á þeim vettvangi. Aðspurð segist hún aftur á móti ekki hafa talið það þjóna neinum tilgangi að greina öðrum ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar frá málinu. Þannig hafi málið verið afgreitt í tíð fyrri ríkisstjórnar og hún hafi ekki fengið séð hvaða aðkomu t.d. umhverfisráðherra ætti að hafa af því. Kveðst hún enn fremur ekki hafa fundið fyrir reiði gagnvart sér í samfélaginu vegna atburða síðustu daga. Þvert á móti hafi ríkt ánægja með hennar skref í málaflokknum, enda sé hún fyrsti ráðherrann í sínu embætti til að leggja til breytingar á reglum um uppreist æru. Þá staðfestir Sigríður að hún muni gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Uppreist æru Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira