Píratar sakaðir um að rægja land og þjóð á erlendum vettvangi Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2017 13:56 Prófessorinn segir það ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, telur víst að heimspressan sé mötuð af vafasömum upplýsingum og fölskum upplýsingum niðurrifsmanna og vafasamra álitsgjafa. Víst er að myndin sem dregin er upp af Íslandi og stjórnmálaástandinu hér fer mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og ekki að ófyrirsynju. Rauður þráður af fregnum sem birst hafa af því að stjórnarsamstarfið er sprungið í loft upp er að barnaníðingur hafi orðið stjórninni að falli og við er svo mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.Þjóðníðingar og niðurrifsmenn Hannes Hólmsteinn segir vinum sínum og félögum á Facebook að þeir verði að gera sér grein fyrir því hvaðan slík mynd komi, hverjir það eru sem eru að mata hina erlendu blaðamenn á fölskum upplýsingum. „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga. Sagan er síðan komin alla leið, í heilan hring, þegar íslenskir fjölmiðlar segja fréttir af erlendum fréttum. Þetta eru ekki erlendar raddir, heldur bergmál frá Íslandi,“ segir Hannes á Facebooksíðu sinni. Stóru orðin eru ekki spöruð í athugasemdum en þar er talað um „föðurlandssvik“ og „þjóðníðinga“ og Ómar Valdimarsson lögmaður, staðfestir orð Hannesar: „Eftir að 8 ára starf hjá Bloomberg News - sem nota bene er ein stærsta fréttastofa veraldar - get ég kvittað upp á þetta hjá þér 100%.“Böndin berast að PírötumFrétt Vísis í gærkvöldi, er svo sem til að staðfesta kenningar prófessorsins og skoðanabræðra hans, og tengja þennan meinta róg um land og þjóð beint við Pírataflokkinn. Þar greinir frá því að uppljóstrarinn Edward Snowden rangtúlki atburði á hinu pólitíska sviði á Íslandi. Ekki þarf frekari vitnanna við. Hannes tengir við þá frétt og segir einfaldlega: „Snowden sækir auðvitað visku sína til Pírata. Ótrúlegt framferði að rægja land og þjóð erlendis.“ Uppfært klukkan 16:08Smári McCarthy hefur svarað Hannesi og undirstrikar að heiðarleiki og sanngirni séu sér hjartans mál. „Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svonalagað.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29 Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Edward Snowden rangtúlkar atburði á Íslandi í röð tísta Bandaríski uppljóstrarinn virðist hafa fengið bjagaða mynd af atburðunum sem leiddu til stjórnarslita á Íslandi. 17. september 2017 22:29
Erlenda pressan: „Barnalokkari“ varð stjórninni að falli Erlendir miðlar spara sig hvergi í umfjöllun um Ísland og hina föllnu ríkisstjórn. 15. september 2017 11:25