Varpaði ljósi á heimilisofbeldi í þakkarræðu sinni Ritstjórn skrifar 18. september 2017 09:45 Glamour/Getty Leikkonan, og forsíðurfyrirsæta júlí/ágústtölublaðs íslenska Glamour, Nicole Kidman vann Emmy verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Í þakkarræðu sinni fór Kidman mikinn og sagði verðlaunin varpa ljósi á heimilisofbeldi, afleiðingar þess og fórnarlömb. „Það er algengara en við leyfum okkur að horfast í augu við,“ sagði Kidman meðal annars sem og að hún þakkaði eiginmanni sínum, Keith Urban sem táraðist út í sal, og börnum. Í Big Little Lies leikur Kidman yfirstéttakonuna Celeste sem er fórnarlamb heimilisofbeldis og hafði þetta að segja um hlutverkið í forsíðuviðtali Glamour í sumar: „Ég fór mjög djúpt inn í karakterinn. Mig langaði að vera eins trú hlutverkinu og ég gat og dró það fram frá alls konar stöðum – og ég verð að segja að það var ansi yfirþyrmandi á köflum – og ágengt og truflandi og ég skammaðist mín stundum þegar ég fór heim á kvöldin. Oftast get ég slitið mig frá hlutverkinu en í þessu tilfelli var það erfitt. Það var greypt í mig.“ Þættirnir, sem eru meðal annars framleiddir af Kidman og Reese Witherspoon voru einkar sigursælir á hátíðinni en þeir voru sýndir á Stöð 2 í vor. "With this we shine a light on domestic abuse .. it exists far more than we allow ourselves to know." – Nicole Kidman, #Emmys winner. pic.twitter.com/1fs5WJZ1qs— Glamour (@glamourmag) September 18, 2017 Mest lesið Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Rafmögnuð sýning Versace í Mílanó Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Níundi áratugurinn snýr aftur hjá Saint Laurent Glamour Íþróttabuxur heitasta trendið Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Carrie Fisher sem Princess Leia hafði mikil áhrif á tískuheiminn Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour
Leikkonan, og forsíðurfyrirsæta júlí/ágústtölublaðs íslenska Glamour, Nicole Kidman vann Emmy verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Big Little Lies. Í þakkarræðu sinni fór Kidman mikinn og sagði verðlaunin varpa ljósi á heimilisofbeldi, afleiðingar þess og fórnarlömb. „Það er algengara en við leyfum okkur að horfast í augu við,“ sagði Kidman meðal annars sem og að hún þakkaði eiginmanni sínum, Keith Urban sem táraðist út í sal, og börnum. Í Big Little Lies leikur Kidman yfirstéttakonuna Celeste sem er fórnarlamb heimilisofbeldis og hafði þetta að segja um hlutverkið í forsíðuviðtali Glamour í sumar: „Ég fór mjög djúpt inn í karakterinn. Mig langaði að vera eins trú hlutverkinu og ég gat og dró það fram frá alls konar stöðum – og ég verð að segja að það var ansi yfirþyrmandi á köflum – og ágengt og truflandi og ég skammaðist mín stundum þegar ég fór heim á kvöldin. Oftast get ég slitið mig frá hlutverkinu en í þessu tilfelli var það erfitt. Það var greypt í mig.“ Þættirnir, sem eru meðal annars framleiddir af Kidman og Reese Witherspoon voru einkar sigursælir á hátíðinni en þeir voru sýndir á Stöð 2 í vor. "With this we shine a light on domestic abuse .. it exists far more than we allow ourselves to know." – Nicole Kidman, #Emmys winner. pic.twitter.com/1fs5WJZ1qs— Glamour (@glamourmag) September 18, 2017
Mest lesið Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Rafmögnuð sýning Versace í Mílanó Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Níundi áratugurinn snýr aftur hjá Saint Laurent Glamour Íþróttabuxur heitasta trendið Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Carrie Fisher sem Princess Leia hafði mikil áhrif á tískuheiminn Glamour Adidas var svalasta fatamerki ársins 2016 Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour