Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á leið til þingflokksfundar í Valhöll í gær. VÍSIR/VILHELM Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna. Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Ákvæði í hegningarlögum auk áralangrar stjórnsýsluvenju varð upphafið að endinum hjá ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Dómsmálaráðuneytið dregur enn að veita aðgang að gögnum annarra sem hlotið hafa uppreist æru. Umræðan um ágæti lagaákvæða um uppreist æru hefur reglulega skotið upp kollinum. Í því samhengi má rifja upp mál Árna Johnsen en handhafar forsetavalds náðuðu hann meðan forseti Íslands var erlendis. Þá vakti athygli þegar Atla Helgasyni var veitt uppreist æru. Reglurnar komust í hámæli nú í sumar eftir að Hæstiréttur dæmdi Robert Downey héraðsdómslögmannsréttindi sín á nýjan leik. Málið vakti upp mikil viðbrögð í samfélaginu og var kallað eftir því að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Minnihlutar bæði allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fóru fram á það að framkvæmd æruveitingar yrði könnuð ofan í kjölinn. Formönnum nefndanna, þeim Brynjari Níelssyni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, virtist hins vegar vera það þvert um geð að leggjast í þá vinnu. Vinnu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ekki lokið hvað þessi mál varðar.Frá því í sumar hafa blaðamenn kallað eftir því að fá aðgang að gögnum sem varða framkvæmd æruuppreistar en ráðuneytið hafnað því þar sem gögnin kynnu að innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar. Í vikunni kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð sinn þar sem málflutningi ráðuneytisins var að stærstum hluta hafnað. Aðgangur var veittur að skjölunum með þeim undantekningum að símanúmer og netföng skyldu afmáð. Þá voru þrjár efnisgreinar meðmælabréfanna afmáðar þar sem þær þóttu geyma of persónulegar upplýsingar. Í frétt sem birtist á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag var því hafnað að Robert Downey hefði fengið sérmeðferð innan ráðuneytisins. Hann hafi verið í hópi fjórtán einstaklinga sem hafi fengið uppreist æru á grundvelli undanþáguheimildar í hegningarlögum. Hinir átján einstaklingarnir hafi farið leið meginreglunnar. Í gær var Fréttablaðið í samskiptum við dómsmálaráðuneytið í þeim tilgangi að fá aðgang að gögnum er varða mál Hjalta Sigurjóns Haukssonar. Áður hafði blaðið óskað eftir aðgangi að gögnum er vörðuðu mál Roberts Downey. Afgreiðsla þess máls beið niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Þau svör fengust fyrir hádegi að stefnt væri að því að afhenda gögnin fyrir lok dags. Um hádegi var komið annað hljóð í strokkinn og ekki stóð til að birta gögnin fyrr en eftir helgi. Gilti það um allt sem þar kom fram og var ekki unnt að fá nokkurt skjalanna afhent. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna ekki var unnt að afgreiða hluta skjalanna.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira