Fjölbreytt flóra á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2017 06:00 Ný mál og endurflutt eru boðuð frá ríkisstjórninni en málaskrá hennar var birt í gær. Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Alls eru 188 mál á málaskrá ríkisstjórnar Íslands fyrir komandi þingvetur. Skemmst er frá því að segja að þau eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Stiklað er á stóru í þingmálaskránni hér að ofan. Fæst mál eru á lista hjá forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, eða fimm talsins. Þar á meðal er stofnun Þjóðarsjóðs sem ætlað er að vera varasjóður til að losa ríkissjóð úr klandri án þess að steypa honum í skuldir. Flest málin koma frá frænda hans, fjármálaráðherranum Benedikt Jóhannessyni, en þau eru alls 37. Auk fjárlaga og fjármálaáætlunar má nefna breytingar á virðisaukaskatti, breytingar á tollalögum, breytingar á hverjir heyra undir kjararáð og aðgerðir til að draga úr skattsvikum. Nokkur mál sem ekki náðu í gegn á síðasta þingi verða endurflutt. Þar ber fyrst að nefna tvö mál sem varða réttindi fatlaðs fólks sem ekki náðu í gegn á lokametrunum í vor. Þau verða með fyrstu málum sem verða lögð fram og er stefnt að því að þau fari í gegnum þingið strax á fyrstu mánuðum þess. Lyfja- og rafrettufrumvörp heilbrigðisráðherra er einnig að sjá á lista stjórnarinnar en það síðarnefnda mætti talsverðri andstöðu í vor. Vegtollar Jóns Gunnarssonar færast nær því að verða að veruleika en í næsta mánuði stefnir hann að því að leggja fram frumvarp um stofnun félaga um vegaframkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Þá leggur hann aftur fram frumvarp sem afnemur fyrirhugaða fjölgun borgarstjórnarfulltrúa. Dómsmálaráðherra stefnir að því að leggja endurupptökunefnd niður og koma á fót sérstökum endurupptökudómstól. Boðað frumvarp um brottfall ákvæða um uppreist æru kemur einnig fyrir þingið. Athygli vekur einnig að frumvarp um breytingar á helgidagafriði, sambærilegt því sem Píratar lögðu fram eitt sinn, er á dagskrá ráðherrans.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira