Tólfumenn vilja farga treyjum sínum vegna Henson-merkingar Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 11:27 Treyjurnar leika stórt hlutverk í starfi Tólfunnar en nokkrir þeirra vilja ekki klæðast treyjum sem merktar eru Henson. visir/vilhelm Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis. Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Hörðustu stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þeir í Tólfunni, eru í standandi vandræðum vegna þess að treyjur félagsskaparins eru kyrfilega merktar Henson. Vilja sumir ganga svo langt að farga treyjunum. „Ég fæ æluna þegar ég sé þetta Henson merki. Ruslið verður það,“ segir einn þeirra, Auðunn Freyr Kristjánsson á netinu.Einkennisbúningur Tólfunnar.Tólfan klæðist treyjum sem framleiddar eru af fyrirtæki Halldórs Einarssonar, Henson, og eru kyrfilega merktar sem slíkar. Eins og Vísir greindi frá er Halldór er einn þeirra sem er ábekingur Roberts Downey á umsókn hans um uppreist æru.Halldór hefur tjáð Vísi að hann harmi að tengjast málinu. Á netinu hefur borið á harðorðum ummælum þess efnis að sniðganga beri Henson vegna málsins. Og Halldór, sem jafnan er nefndur Henson og var áður í hávegum hafður meðal knattspyrnuáhugamannanna, nú virðist það liðin tíð. Gaui Þorsteins, körfuboltafrömuður með meiru á Ísafirði, leggur orð í belg vegna þessa. Sitt sýnist hverjum. Um er að ræða eitt helsta hitamáli samfélagsins í dag, mál sem meðal annars setti mark sitt á umræður á Alþingi í gærkvöldi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Katrín Jakobsdóttir formaður VG var til að mynda meðal þeirra sem gerði sér mat úr því í ræðu sinni við það tækifæri. Og forseti Íslands gerði þetta að einu helst atriði í sinni ræðu við setningu þingsins. Málið fer þannig um alla stigu samfélagsins og hefur margvísleg áhrif. Tólfan tengist þessu sem fyrr segir og eru nú heitar umræður um þetta innan þeirra raða. Enda spila treyjurnarstórt hlutverk í öllum aðgerðum félagsskaparins.„Hvað er svo framhaldið? Setja tippex yfir þetta eða beint í ruslið? Manni þykir nú ansi vænt um þessa treyju,“ segir Auðunn Freyr Kristjánsson á Facebook. Félagi hans í Tólfunni, Gunnar Örn Jóhannsson, er klár í sinni afstöðu: „Sorry, ég fer ekki aftur í mína,“ segir hann og Auðunn Freyr tekur undir þetta: Það er nefnilega málið. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason segir að sem Tólfumaður vilji hann ekki hafa afskipti af stjórnmálum og það tengist ekki íslenska landsliðinu. „Tólfan er meira en treyja,“ segir hann. Og Jóhann Ingi Norðfjörð segir algert dómgreindarleysi að skrifa undir þessa umsókn Róberts. En, „Halldór er toppmaður sem ég efast ekki um að neinn sem hefur honum kynnst geti annað sagt. Sé ekki ástæðu til að taka Henson merkið af lífi hér á netinu heldur bíða og sjá.“ Vísi hefur ekki tekist að ná tali af forsvarsmönnum Tólfunnar til að fá úr því skorið hvort fyrir liggi formleg afstaða félagsins til þessa álitaefnis.
Uppreist æru Tengdar fréttir Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30 Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Halldór harmar að hafa blandast inn í mál Robert Downey: „Ég er sjálfur faðir“ Halldór Einarsson eigandi Hanson var einn þeirra þriggja sem skrifuðu umsögn um Robert Downey þegar hann óskaði eftir uppreist æru. 12. september 2017 20:30
Æskuvinir vottuðu fyrir Robert Downey Dómsmálaráðuneytið birti rétt í þessu gögn varðandi uppreist æru Robert Downey. 12. september 2017 17:51