„Við þurfum að hafa faðminn galopinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 21:17 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í kvöld. vísir/ernir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Geðheilbrigðismál hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarnar vikur, ekki hvað síst eftir að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans með nokkurra daga millibili í ágúst. Heilbrigðisráðherra sagði það einkenni á íslensku samfélagi að okkur væri ekki sama um hvort annað. Samkennd og samvinna þegar vandamál steðjuðu að væri eitthvað skýrasta styrkleikamerki þjóðarinnar. Þá sagði Óttarr að hann legði ríka áherslu á geðheilbrigðismál sem heilbrigðisráðherra. Kvaðst hann meðal annars ætla að styrkja Barna-og unglingageðdeild Landspítalans og heilsugæsluna. „Á sunnudaginn var alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Það var mér dýrmætt að fá að taka þátt í kyrrðarstund í dómkirkjunni og öðrum viðburðum. Hvert einasta sjálfsvíg er harmleikur. Hvert sjálfsvíg er ósigur fyrir samfélagið, fyrir okkur öll. Það er merki um að það hafi mistekist að halda utan um einstakling sem þurfti á því að halda. Við getum aldrei samþykkt að það sé eðlilegt eða óumflýjanlegt. Við vitum að nú þegar er mörgum hjálpað. Það er vel og þakkarvert. En við getum og eigum að gera betur, stíga fyrr inn. Það er kannski aldrei hægt að halda utan um alla alltaf, en við þurfum að hafa faðminn galopinn. Það þarf að vera skýrt aðgengi að upplýsingum og stuðningi. Þetta er verkefni samfélagsins alls. Kerfisins, ættingja og vina, félagasamtaka, skólanna og líka okkar stjórnmálamanna,“ sagði heilbrigðisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, gerði geðheilbrigðismál að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Geðheilbrigðismál hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarnar vikur, ekki hvað síst eftir að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans með nokkurra daga millibili í ágúst. Heilbrigðisráðherra sagði það einkenni á íslensku samfélagi að okkur væri ekki sama um hvort annað. Samkennd og samvinna þegar vandamál steðjuðu að væri eitthvað skýrasta styrkleikamerki þjóðarinnar. Þá sagði Óttarr að hann legði ríka áherslu á geðheilbrigðismál sem heilbrigðisráðherra. Kvaðst hann meðal annars ætla að styrkja Barna-og unglingageðdeild Landspítalans og heilsugæsluna. „Á sunnudaginn var alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Það var mér dýrmætt að fá að taka þátt í kyrrðarstund í dómkirkjunni og öðrum viðburðum. Hvert einasta sjálfsvíg er harmleikur. Hvert sjálfsvíg er ósigur fyrir samfélagið, fyrir okkur öll. Það er merki um að það hafi mistekist að halda utan um einstakling sem þurfti á því að halda. Við getum aldrei samþykkt að það sé eðlilegt eða óumflýjanlegt. Við vitum að nú þegar er mörgum hjálpað. Það er vel og þakkarvert. En við getum og eigum að gera betur, stíga fyrr inn. Það er kannski aldrei hægt að halda utan um alla alltaf, en við þurfum að hafa faðminn galopinn. Það þarf að vera skýrt aðgengi að upplýsingum og stuðningi. Þetta er verkefni samfélagsins alls. Kerfisins, ættingja og vina, félagasamtaka, skólanna og líka okkar stjórnmálamanna,“ sagði heilbrigðisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
„Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. 13. september 2017 20:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00