Katrín hertogaynja af Cambridge mun hugsanlega fæða sitt þriðja barn á heimili sínu. Bresk slúðurblöð hafa birt fréttir um að Katrín íhugi að eiga sitt þriðja barn í ró og næði í Kensington höll. Samkvæmt Daily Mail er hún mjög spennt fyrir þessum möguleika.
Ástæðan fyrir því að Katrín íhugar að fæða heima er sögð tengjast því að hún óski eftir meira næði. Hópur fréttamanna, ljósmyndara og aðdáenda beið fyrir utan sjúkrahúsið þegar hún eignaðist þau Georg, fæddan í júlí 2013, og Karlottu, fædda í maí 2015. Elísabet drottning eignaðist fjögur börn sín heima en Anna dóttir hennar eignaðist börnin sín tvö á sjúkrahúsi. Díana prinsessa fylgdi því fordæmi og eignaðist William og Harry á St. Mary Paddington sjúkrahúsinu í London.
Eins og áður hefur komið fram þjáist Katrín af hyperedemis gravidarum líkt og á fyrri meðgöngunum, sem á íslensku hefur verið kallað sjúkleg morgunógleði. Gat hún því fylgt Georgi í skólann fyrsta daginn. Ekki hefur komið fram hvenær settur dagur er hjá Katrínu.
