Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 20:15 Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál. Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. Fjármálaráðherra segir megináherslu á að auka framlög til heilbrigðis, velferðar og menntamála, sporna gegn þenslu og varðveita kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Fjárlög næsta árs verða þau fimmtu í röð sem afgreidd verða með afgangi en áætlað er að afganur á næsta ári verði 44 milljarðar króna. Áður en lengra er haldið er fróðlegt að skoða hvaðan tekjur ríkissjóðs koma og í hvað þær fara. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 822 milljarðar. Virðisaukaskatturinn skilar ríkissjóði mestum tekjum á næsta ári eða 29 prósentum af heildartekjunum. Tekjuskattar einstaklinga standa undir 25 prósentum af tekjunum, tryggingagjöld tólf prósentum og skattar á fyrirtæki 11 prósentum. Aðrir tekjupóstar eru allir í eins stafs tölu. Stærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fer í félags, húsnæðis- og tryggingamál eða 26 prósent, 25 prósent fara til heilbrigðismála og 12 prósent til mennta og menningarmála. Sjö prósent fara síðan til greiðslu vaxta, eða 61 milljarður að frádregnum vaxtatekjumSegir stjórnvöld hvergi hopa „Við erum að nýta batann til þess að styrkja velferðarmálin, heilbrigðismálin og almannatryggingarnar. Það eru stærstu fréttirnar. Við erum hvergi að hopa,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Megináhersla fjárlaganna sé að þau sporni við þenslu er varðveiti mikla kaupmáttaraukningu á undanförnum árum Og þá komum við kannski að stærsta óvissuspilinu, kjarasamningum við stóra hópa opinberra starfsmanna sem eru framundan. „En þá erum við svo heppin að viðmælendur okkar eru sammála okkur um það að við eigum að líta á þetta sem samvinnuverkefni. Þar sem við nálgumst verkefnið af ábyrgð og ætlum að ná þeim árangri að viðhalda kaupmætti. Það er meginmarkmiðið og ég held að við séum öll sammála um það,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til heilbrigðismála verða aukin um 4,6 prósent milli ára. Meðal annars hækka framlög til byggingar meðferðarkjarna fyrir nýjan Landsspítala um einn og hálfan milljarð og verða 2,8 milljarðar. Elli- og örorkulífeyrir einstaklinga sem búa einir verður hækkaður úr 280 þúsundum í 300 þúsund og hámarks fæðingarorlof úr 500 þúsundum í 520 þúsund krónur svo eitthvað sé nefnd. Þá hækkar frítekjumark fólks á ellilífeyri úr 25 þúsund krónum á mánuði í 50 þúsund krónur. Stefnt sé að því að frítekjumarkið hækki í 100 þúsund krónur á mánuði á kjörtímabilinu.Á myndinni hér fyrir ofan sjást síðan dæmi um útgjöld á hver íbúa landsins til einstakra málaflokka. Langmest fer til heilbrigísmála eða rúm 333 þúsund, 216 þúsund á hvern íbúa til málefna aldraðra, rúm hundrað og sextíu þúsund til greiðslu örorkulífeyris og tæp hundrað þúsund í samgöngumál.
Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira