Solberg óttast ekki stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 13:03 Allar líkur eru á að Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, muni áfram gegna embætti forsætisráðherra Noregs. Vísir/afp Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18
„Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37