Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. september 2017 06:00 Ríkisráð kom saman á Bessastöðum í gær og Alþingi verður sett í dag. Búist er við átakavetri. vísir/stefán Alþingi kemur saman í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins búast við átakavetri. Fyrstu fjárlög sitjandi ríkisstjórnar verða lögð fram á fimmtudaginn, en fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd áður en ríkisstjórnin var mynduð. „Þessi fjárlög hljóta að verða prófsteinn á stjórnarsamstarfið og hvort það haldi, því hún hefur aldrei farið í gegnum fjárlög saman, þessi ríkisstjórn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um ástand og horfur við upphaf þings. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta verður fyrsti heili þingvetur ríkisstjórnarinnar og það mun því reyna meira á hana og hún getur ekki skýlt sér á bak við að hún sé nýtekin við,“ segir Birgir.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/auðunnMarkmiðið er uppgangur „Það er viðfangsefni ríkisstjórnarinnar í heild að standa þannig að ríkisfjármálum að við getum vænst áframhaldandi uppgangs í stað þess að lenda í einhverjum spíral niður á við,“ segir Birgir og bendir á að það geti verið meiri vandi að stjórna ríkisfjármálum þegar vel árar en þegar herðir að. Birgir bendir einnig á viðkvæma stöðu í kjaramálum og gera megi ráð fyrir að þau verði rædd á þinginu í vetur. „Það ræður miklu um þann árangur sem stjórnin getur náð í efnahagsmálum að vel takist til á vettvangi kjaramála,“ segir hann.Vantar 18 milljarða króna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt síðastliðið vor án þess að fyllt væri upp í það skarð sem myndaðist þegar fallið var frá því að setja ferðaþjónustuna upp í almenna virðisaukaskattsþrepið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bíða þess nú að sjá hvernig fyllt verður í það skarð og búa sig undir átök um ríkisfjármálin í haust. „Stjórnarflokkarnir eru með 18 milljarða óleysta á milli sín og við sjáum væntanlega hvernig þeir ætla að leysa það þegar bandormurinn kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og bætir við: „Fjármálaráðherra og hans flokkur vildi sækja þetta til ferðaþjónustunnar en flokkur forsætisráðherra vildi það ekki og þess vegna var fallið frá því. Talað var um að úr þessu yrði skorið í haust. Þannig að við munum væntanlega sjá það þegar fjárlögin verða lögð fram hvernig það verði leyst.“ Undir þetta tekur Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann telur að stjórnin muni líka eiga erfitt með landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og Evrópumálin. Fleiri nefna landbúnaðarmál. Sérstaklega vanda sauðfjárbænda sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að stjórninni gæti orðið skeinuhættur. „Mér sýnist hann gæti vafist fyrir stjórnarsamstarfinu svona miðað við yfirlýsingar sem menn eru að gefa.“Kosningavetur fram undan Kosið verður til sveitarstjórna næsta vor og eiga menn von á að það muni setja nokkurn svip á seinni hluta þingvetrarins. „Auðvitað hefur það alltaf ákveðin áhrif á störf þingsins. Þá má vænta þess að flokkarnir á þinginu reyni eftir bestu getu að stilla sér þannig upp og haga málflutningi sínum þannig að það nýtist samherjum þeirra á sveitarstjórnarstiginu og búast má við því að það verði meira áberandi eftir því sem nær dregur,“ segir Birgir. Grétar Þór á þó helst von á því að borgarmálin geti haft áhrif í þinginu. „Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót,“ segir Grétar og nefnir einnig að staðan í Reykjanesbæ og pólitíkin þar geti haft áhrif inn í þing vegna þeirrar stöðu sem þar hefur verið uppi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins búast við átakavetri. Fyrstu fjárlög sitjandi ríkisstjórnar verða lögð fram á fimmtudaginn, en fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd áður en ríkisstjórnin var mynduð. „Þessi fjárlög hljóta að verða prófsteinn á stjórnarsamstarfið og hvort það haldi, því hún hefur aldrei farið í gegnum fjárlög saman, þessi ríkisstjórn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um ástand og horfur við upphaf þings. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta verður fyrsti heili þingvetur ríkisstjórnarinnar og það mun því reyna meira á hana og hún getur ekki skýlt sér á bak við að hún sé nýtekin við,“ segir Birgir.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/auðunnMarkmiðið er uppgangur „Það er viðfangsefni ríkisstjórnarinnar í heild að standa þannig að ríkisfjármálum að við getum vænst áframhaldandi uppgangs í stað þess að lenda í einhverjum spíral niður á við,“ segir Birgir og bendir á að það geti verið meiri vandi að stjórna ríkisfjármálum þegar vel árar en þegar herðir að. Birgir bendir einnig á viðkvæma stöðu í kjaramálum og gera megi ráð fyrir að þau verði rædd á þinginu í vetur. „Það ræður miklu um þann árangur sem stjórnin getur náð í efnahagsmálum að vel takist til á vettvangi kjaramála,“ segir hann.Vantar 18 milljarða króna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt síðastliðið vor án þess að fyllt væri upp í það skarð sem myndaðist þegar fallið var frá því að setja ferðaþjónustuna upp í almenna virðisaukaskattsþrepið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bíða þess nú að sjá hvernig fyllt verður í það skarð og búa sig undir átök um ríkisfjármálin í haust. „Stjórnarflokkarnir eru með 18 milljarða óleysta á milli sín og við sjáum væntanlega hvernig þeir ætla að leysa það þegar bandormurinn kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og bætir við: „Fjármálaráðherra og hans flokkur vildi sækja þetta til ferðaþjónustunnar en flokkur forsætisráðherra vildi það ekki og þess vegna var fallið frá því. Talað var um að úr þessu yrði skorið í haust. Þannig að við munum væntanlega sjá það þegar fjárlögin verða lögð fram hvernig það verði leyst.“ Undir þetta tekur Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann telur að stjórnin muni líka eiga erfitt með landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og Evrópumálin. Fleiri nefna landbúnaðarmál. Sérstaklega vanda sauðfjárbænda sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að stjórninni gæti orðið skeinuhættur. „Mér sýnist hann gæti vafist fyrir stjórnarsamstarfinu svona miðað við yfirlýsingar sem menn eru að gefa.“Kosningavetur fram undan Kosið verður til sveitarstjórna næsta vor og eiga menn von á að það muni setja nokkurn svip á seinni hluta þingvetrarins. „Auðvitað hefur það alltaf ákveðin áhrif á störf þingsins. Þá má vænta þess að flokkarnir á þinginu reyni eftir bestu getu að stilla sér þannig upp og haga málflutningi sínum þannig að það nýtist samherjum þeirra á sveitarstjórnarstiginu og búast má við því að það verði meira áberandi eftir því sem nær dregur,“ segir Birgir. Grétar Þór á þó helst von á því að borgarmálin geti haft áhrif í þinginu. „Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót,“ segir Grétar og nefnir einnig að staðan í Reykjanesbæ og pólitíkin þar geti haft áhrif inn í þing vegna þeirrar stöðu sem þar hefur verið uppi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira