Segir íslenskt ferðafólk sýna útlendingunum hroka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. september 2017 06:00 Góð stemning er meðal nemenda í íslensku fyrir útlendinga í Vík. Mynd/Anna „Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira
„Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Sjá meira