Vilja göng milli lands og Eyja Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. september 2017 21:19 Vestmannaeyjar eru nokkuð háðar greiðum samgöngum við meginlandið. vísir/pjetur Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir. Alþingi Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda ganga og kostir og gallar hverrar gerðar metnir, auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Skuli starfshópurinn skila skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október á næsta ári og skal ráðherra kynna Alþingi skýrsluna í sama mánuði. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að árið 2006 hafi verið tekin ákvörðun um gerð Landeyjahafnar eftir að rannsóknum á gerð jarðganga milli Heimaeyjar og Kross hafi verið hætt. „Þótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikil samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því að höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi,“ segir í greinargerðinni. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og gera höfnina við Landeyjasand að því er kemur fram í greinargerð. „Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér eftir 10–20 ár. Þá þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028–2038.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira