Geta hvorki né vilja skjóta niður flugvélar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2017 14:15 B1-B sprengjuflugvél á flugvelli á Gvam. Vísir/AFP Yfirvöld í Norður-Kóreu vilja ekki og geta ekki skotið niður Bandarískar orrustuþotur og sprengjuvélar. Þrátt fyrir að utanríkisráðherra landsins hafi sagt að þeir hefðu rétt á því og þá jafnvel þrátt fyrir að umræddar flugvélar væru ekki í lofthelgi Norður-Kóreu. Þetta er mat hernaðarsérfræðinga sem AP fréttaveitan ræddi við. Það helsta sem þeir segja að aftri Norður-Kóreu er gamall og úr sér genginn búnaður þeirra. Þar er bæði átt við loftvarnir, ratsjárstöðvar og flugvélar þeirra.Yfirlit yfir þá ógn sem Suður-Kóreu stafar af stórskotaliði nágranna sinna.Vísir/GraphicNewsGamalt gegn nýju Bandaríkin senda iðulega háþróaðar sprengjuflugvélar að Kóreuskaganum. Nú síðast á síðast um helgina en þá var sprengjuvélum og orrustuþotum flogið á alþjóðasvæði austur af Norður-Kóreu.Sjá einnig: Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélarMoon Seong Mook, fyrrverandi foringi í her Suður-Kóreu og núverandi greinandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Research Institute for National Strategy, segir til dæmis að gamlar MiG orrustuþotur Norður-Kóreu eigi ekki séns í öflugar og nýjar orrustuþotur Bandaríkjanna sem fylgja sprengjuvélunum. Þó að Norður-Kórea hafi státaði sig fyrr á árinu að þær ættu nýjar eldflaugar sem hannaðar hafi verið til að granda flugvélum sé algerlega óvíst hver raunveruleg geta þeirra sé. Þar að auki er einnig óvíst hvort að ratsjár Norður-Kóreu geti yfir höfuð greint flugvélarnar og fundið þær. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo var ekki nú um helgina. Ratsjár Norður-Kóreu greindu ekki sprengjuvélarnar.Myndi mögulega leiða til stríðs Norður-Kórea skaut síðast niður bandaríska þyrlu árið 1994. Einn flugmaður dó og annar var fangaður. Eftir að honum var sleppt sagðist hann hafa verið þvingaður til að segja að þeir hefðu flogið þyrlunni yfir landamæri Norður-Kóreu. Þá var orrustuþota notuð til að skjóta niður óvopnaða bandaríska njósnavél árið 1969. Allir í áhöfn flugvélarinnar dóu en þeir voru 31. Greinendur segja einkar ólíklegt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu reyna slíkt núna. Það myndi án efa leiða til gagnaðgerða Bandaríkjanna og jafnvel til stríðs. Annar sérfræðingur segir ástæðu þess að utanríkisráðherra Norður-Kóreu hafi varpað fram hótun sinni vera að yfirvöld Norður-Kóreu geti ekki sætt sig við að leiðtogar ríkisins hafi verið móðgaðir svo opinberlega. Norður-Kórea Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46 Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hóta hvor öðrum gereyðileggingu og uppnefna hvor annan. 23. september 2017 09:00 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu vilja ekki og geta ekki skotið niður Bandarískar orrustuþotur og sprengjuvélar. Þrátt fyrir að utanríkisráðherra landsins hafi sagt að þeir hefðu rétt á því og þá jafnvel þrátt fyrir að umræddar flugvélar væru ekki í lofthelgi Norður-Kóreu. Þetta er mat hernaðarsérfræðinga sem AP fréttaveitan ræddi við. Það helsta sem þeir segja að aftri Norður-Kóreu er gamall og úr sér genginn búnaður þeirra. Þar er bæði átt við loftvarnir, ratsjárstöðvar og flugvélar þeirra.Yfirlit yfir þá ógn sem Suður-Kóreu stafar af stórskotaliði nágranna sinna.Vísir/GraphicNewsGamalt gegn nýju Bandaríkin senda iðulega háþróaðar sprengjuflugvélar að Kóreuskaganum. Nú síðast á síðast um helgina en þá var sprengjuvélum og orrustuþotum flogið á alþjóðasvæði austur af Norður-Kóreu.Sjá einnig: Norður-Kórea áskilur sér rétt til að skjóta niður sprengjuflugvélarMoon Seong Mook, fyrrverandi foringi í her Suður-Kóreu og núverandi greinandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Research Institute for National Strategy, segir til dæmis að gamlar MiG orrustuþotur Norður-Kóreu eigi ekki séns í öflugar og nýjar orrustuþotur Bandaríkjanna sem fylgja sprengjuvélunum. Þó að Norður-Kórea hafi státaði sig fyrr á árinu að þær ættu nýjar eldflaugar sem hannaðar hafi verið til að granda flugvélum sé algerlega óvíst hver raunveruleg geta þeirra sé. Þar að auki er einnig óvíst hvort að ratsjár Norður-Kóreu geti yfir höfuð greint flugvélarnar og fundið þær. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo var ekki nú um helgina. Ratsjár Norður-Kóreu greindu ekki sprengjuvélarnar.Myndi mögulega leiða til stríðs Norður-Kórea skaut síðast niður bandaríska þyrlu árið 1994. Einn flugmaður dó og annar var fangaður. Eftir að honum var sleppt sagðist hann hafa verið þvingaður til að segja að þeir hefðu flogið þyrlunni yfir landamæri Norður-Kóreu. Þá var orrustuþota notuð til að skjóta niður óvopnaða bandaríska njósnavél árið 1969. Allir í áhöfn flugvélarinnar dóu en þeir voru 31. Greinendur segja einkar ólíklegt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu reyna slíkt núna. Það myndi án efa leiða til gagnaðgerða Bandaríkjanna og jafnvel til stríðs. Annar sérfræðingur segir ástæðu þess að utanríkisráðherra Norður-Kóreu hafi varpað fram hótun sinni vera að yfirvöld Norður-Kóreu geti ekki sætt sig við að leiðtogar ríkisins hafi verið móðgaðir svo opinberlega.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55 Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42 Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00 Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46 Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hóta hvor öðrum gereyðileggingu og uppnefna hvor annan. 23. september 2017 09:00 „Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Jarðskjálfti mælist nálægt kjarnorkutilraunasvæði Norður-Kóreu Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í dag í Norður Kóreu. 23. september 2017 10:55
Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Við stigum ekki fyrsta skrefið, segir talsmaður Bandaríkjastjórnar. 26. september 2017 06:42
Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðar til þingkosninga ári á undan áætlun. Talið er að ástæðan sé vaxandi stuðningur við stjórn hans vegna ástandsins á Kóreuskaga. 26. september 2017 06:00
Segir hinn „elliæra“ Trump hafa sannfært sig um að halda áfram Donald Trump mun gjalda fyrir ræðuna sem hann flutti fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á dögunum ef eitthvað er að marka orð Kim Jong-un í nótt. 22. september 2017 06:46
Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hóta hvor öðrum gereyðileggingu og uppnefna hvor annan. 23. september 2017 09:00
„Ef hann tekur undir orð litla eldflaugamannsins verða þeir ekki lifandi mikið lengur“ Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður Kóreu, lýsti Trump sem andlega veikum manni með mikilmennskuæði sem væri í sjálfsmorðsleiðangri. Þá sagði hann að Trump væri helsta ógnin við alheimsfriði í dag. 24. september 2017 09:45