Fornleifarannsóknum sniðinn þröngur stakkur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2017 06:00 Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi við Eyjafjörð í sumar var merkilegur fyrir þær sakir að þar fundust nokkuð heilleg bátskuml sem nú er verið að rannsaka. vísir/auðunn „Eins og staðan er í dag er nánast ómögulegt að stunda fornleifarannsóknir án aðstoðar frá sveitarfélögum, áhugamannafélögum,eða öðrum sem sýna rannsóknum á þessi sviði áhuga,“ segir Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga en í fjárlagfrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að um 45 milljónum verði varið til fornminjasjóðs, óbreytt frá því í ár.Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félags fornleifafræðinga F01170917 fornleifar„Það er mikilvægt að fornleifarannsóknir fái þann stuðning sem þær þurfa því þær koma ekki bara fornleifafræðingum við, heldur öllu fólkinu í landinu,“ segir Sólrún Inga. Fornminjasjóður styrkir fornleifaskráningu, uppgröft, úrvinnslu rannsókna, varðveislu og viðhald minja, báta og skipa og miðlun þekkingar á sviði fornminja á Íslandi. Þessar 45 miljónir eiga að duga til þessarar vinnu á næsta ári. Íslenskar fornleifarannsóknir síðustu ára hafa að miklu leyti snúist um að verja fornleifar og kanna landsvæði áður en þau fara undir mannvirki. Til að mynda fundust afar áhugaverð bátskuml á Dysnesi í Eyjafirði í sumar í rannsókn sem var hluti af umhverfismati stórskipahafnar á Dysnesi. „ Afar fáar fastar stöður eru í boði fyrir fornleifafræðinga á Íslandi og því er fornminjasjóður mjög mikilvægur sjálfstætt starfandi fornleifafræðingum og starfsumhverfi þeirra, ekki síður en þeim sem vinna við fornleifarannsóknir í föstum stöðum,“ segir Sólrún Inga. Aðeins lítill hluti þeirra sem sækja um rannsóknarstyrki í fornminjasjóð hljóta styrki til verkefna. Að mati Sólrúnar Ingu virðist það vera sem svo að vísindamenn séu að gefast upp á að sækja um í sjóðinn því líkurnar á að hljóta styrk séu ekki nægilega miklar. Tímafrekt er að útbúa umsókn í vísindasjóði. „Fornleifarannsóknir skapa þekkingu um land og þjóð og þessi þekking nýtist á mörgum sviðum í samfélaginu. Hún er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, kennslu í skólum, og til að styrkja sjálfsmynd samfélags og einstaklinga svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Sólrún Inga við. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Eins og staðan er í dag er nánast ómögulegt að stunda fornleifarannsóknir án aðstoðar frá sveitarfélögum, áhugamannafélögum,eða öðrum sem sýna rannsóknum á þessi sviði áhuga,“ segir Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga en í fjárlagfrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að um 45 milljónum verði varið til fornminjasjóðs, óbreytt frá því í ár.Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félags fornleifafræðinga F01170917 fornleifar„Það er mikilvægt að fornleifarannsóknir fái þann stuðning sem þær þurfa því þær koma ekki bara fornleifafræðingum við, heldur öllu fólkinu í landinu,“ segir Sólrún Inga. Fornminjasjóður styrkir fornleifaskráningu, uppgröft, úrvinnslu rannsókna, varðveislu og viðhald minja, báta og skipa og miðlun þekkingar á sviði fornminja á Íslandi. Þessar 45 miljónir eiga að duga til þessarar vinnu á næsta ári. Íslenskar fornleifarannsóknir síðustu ára hafa að miklu leyti snúist um að verja fornleifar og kanna landsvæði áður en þau fara undir mannvirki. Til að mynda fundust afar áhugaverð bátskuml á Dysnesi í Eyjafirði í sumar í rannsókn sem var hluti af umhverfismati stórskipahafnar á Dysnesi. „ Afar fáar fastar stöður eru í boði fyrir fornleifafræðinga á Íslandi og því er fornminjasjóður mjög mikilvægur sjálfstætt starfandi fornleifafræðingum og starfsumhverfi þeirra, ekki síður en þeim sem vinna við fornleifarannsóknir í föstum stöðum,“ segir Sólrún Inga. Aðeins lítill hluti þeirra sem sækja um rannsóknarstyrki í fornminjasjóð hljóta styrki til verkefna. Að mati Sólrúnar Ingu virðist það vera sem svo að vísindamenn séu að gefast upp á að sækja um í sjóðinn því líkurnar á að hljóta styrk séu ekki nægilega miklar. Tímafrekt er að útbúa umsókn í vísindasjóði. „Fornleifarannsóknir skapa þekkingu um land og þjóð og þessi þekking nýtist á mörgum sviðum í samfélaginu. Hún er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, kennslu í skólum, og til að styrkja sjálfsmynd samfélags og einstaklinga svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Sólrún Inga við.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00