Ólympíuleikarnir í Suður Kóreu eftir aðeins fimm mánuði | Ekkert plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 12:30 Verðlaunapeningarnir í Pyeongchang á næsta ári. Vísir/Getty Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira